Hugverk eru heimsins gæfa Pétur Vilhjálmsson skrifar 16. maí 2020 09:00 Í óvissunni og umrótinu sem hafa einkennt heimsbyggðina síðustu mánuði felast ýmis tækifæri. Öll höfum við fylgst með því hvernig ástandið hefur kallað fram nýjar hugmyndir, flýtt fyrir margs konar þróun og kannski öðru fremur sýnt okkur hvers maðurinn er megnugur frammi fyrir bráðavanda. Fyrir okkur sem lifum og hrærumst með einum eða öðrum hætti í heimi hugvits og hugverka hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig starfsfólk heilbrigðiskerfisins og Íslenskrar erfðagreiningar hefur með þekkingu sinni, reynslu og notkun fremstu tæknilausna, unnið kraftaverk í baráttunni við Covid-19. Það var einnig mjög ánægjulegt að sjá hvernig stoðtækjafyrirtækið Össur nýtti sinn slagkraft, reynslu í nýsköpun og hugvit starfsfólks til að útbúa hylki til að flytja smitaða einstaklinga með öruggum hætti á milli staða. Heilbrigðisfyrirtækið Sidekick lagði einnig til tæknilausn sem einfaldar heilbrigðisyfirvöldum að fylgjast með heilsu smitaðra einstaklinga í einangrun. Þá tókst fjölmörgum fyrirtækjum, skólum og opinberum stofnunum með undraverðum hætti að færa þjónustu sína yfir á rafrænt form og í heimahús á nokkrum dögum. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt nema einmitt vegna þeirra tækniframfara sem hugvit og nýsköpun hafa fært okkur. Fyrstu viðbrögð okkar á Hugverkastofunni við fyrirvaralítilli lokun samfélagsins voru að ástandið gæti dregið verulega úr fjölda umsókna um skráningu hugverka hér landi. Að krafturinn færi úr fólki og fyrirtækjum, a.m.k. um stund. Einn af mælikvörðunum á nýsköpun er einmitt hversu margar umsóknir eru lagðar inn um skráningu hönnunar, vörumerkja og einkaleyfa á tæknilegum uppfinningum. Enn sem komið er virðast þessar áhyggjur hafa verið óþarfar. Þvert á þær höfum við orðið vör við aukinn áhuga og kraft. Sem dæmi má nefna að umsóknir um skráningu íslenskra vörumerkja voru fleiri í mars og apríl en mánuðina tvo á undan og raunar líka fleiri en í mars og apríl 2019. Áhugavert er að umtalsverður hluti umsókna um skráningu vörumerkja er frá aðilum sem þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þá hefur verið vöxtur hér á landi í fjölda skráninga á hugverkum í eigu erlendra aðila í samanburði við síðasta ár. Að sama skapi höfum við upplifað umtalsverða aukningu í fjölda fyrirspurna um hvernig væri best að tryggja réttindi á hugverkum. Eins og áður sagði felast ýmis tækifæri í óvissu og umróti og okkar samskipti við fólkið og fyrirtækin í landinu síðustu mánuði gefa tilefni til bjartsýni. Í þessu samhengi er rétt að nefna að viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem hefur ákveðið að styðja myndarlega við nýsköpun sem sókn inn í framtíðina, eru ekki bara virðingarverð heldur skynsamleg og lýsa jákvæðni og framsýni því nýsköpun og hugvit eru leiðin út úr vandanum, bæði til skemmri og lengri tíma. Sagan segir okkur að nýsköpun er sjaldan jafn sterk og áberandi og þegar fólk setur allan sinn mátt í að rísa upp úr óvissu og umróti. Nýr vandi kallar á nýja hugsun og lausnir og opnar ný tækifæri. Þó mörg fyrirtæki rói sannarlega lífróður og margir eigi um sárt að binda, getur tímabundin niðursveifla skapað svigrúm til stefnumótunar og endurhugsunar. Svo virðist sem einhver fyrirtæki hafi nýtt tíma síðustu vikna til þess að rýna sín hugverkamál og ákveðið að sækja um skráningu á vörumerkjum sem hafa verið lengi í notkun. Það er nefnilega mikilvægt að hafa í huga að þegar vel tekst til geta vörumerki og önnur hugverk verið verðmætustu eignir fyrirtækja. Eignir sem geta gengið kaupum og sölum og má leigja eða veðsetja eins og hverja aðra eign. Eignir sem fjárfestar og lánastofnanir líta til við ákvarðanatöku. Fjölmörg þeirra vörumerkja sem við höfum tekið við á þessum óvissutímum eru hins vegar ný og ramma ágætlega inn kraft og þrautseigju fólks og fyrirtækja. Með nýjum hugverkum sem verða til á næstu misserum felst einmitt sannfæringin um að landið rís fyrr en síðar. Höfundur er sviðsstjóri hjá Hugverkastofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundaréttur Nýsköpun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í óvissunni og umrótinu sem hafa einkennt heimsbyggðina síðustu mánuði felast ýmis tækifæri. Öll höfum við fylgst með því hvernig ástandið hefur kallað fram nýjar hugmyndir, flýtt fyrir margs konar þróun og kannski öðru fremur sýnt okkur hvers maðurinn er megnugur frammi fyrir bráðavanda. Fyrir okkur sem lifum og hrærumst með einum eða öðrum hætti í heimi hugvits og hugverka hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig starfsfólk heilbrigðiskerfisins og Íslenskrar erfðagreiningar hefur með þekkingu sinni, reynslu og notkun fremstu tæknilausna, unnið kraftaverk í baráttunni við Covid-19. Það var einnig mjög ánægjulegt að sjá hvernig stoðtækjafyrirtækið Össur nýtti sinn slagkraft, reynslu í nýsköpun og hugvit starfsfólks til að útbúa hylki til að flytja smitaða einstaklinga með öruggum hætti á milli staða. Heilbrigðisfyrirtækið Sidekick lagði einnig til tæknilausn sem einfaldar heilbrigðisyfirvöldum að fylgjast með heilsu smitaðra einstaklinga í einangrun. Þá tókst fjölmörgum fyrirtækjum, skólum og opinberum stofnunum með undraverðum hætti að færa þjónustu sína yfir á rafrænt form og í heimahús á nokkrum dögum. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt nema einmitt vegna þeirra tækniframfara sem hugvit og nýsköpun hafa fært okkur. Fyrstu viðbrögð okkar á Hugverkastofunni við fyrirvaralítilli lokun samfélagsins voru að ástandið gæti dregið verulega úr fjölda umsókna um skráningu hugverka hér landi. Að krafturinn færi úr fólki og fyrirtækjum, a.m.k. um stund. Einn af mælikvörðunum á nýsköpun er einmitt hversu margar umsóknir eru lagðar inn um skráningu hönnunar, vörumerkja og einkaleyfa á tæknilegum uppfinningum. Enn sem komið er virðast þessar áhyggjur hafa verið óþarfar. Þvert á þær höfum við orðið vör við aukinn áhuga og kraft. Sem dæmi má nefna að umsóknir um skráningu íslenskra vörumerkja voru fleiri í mars og apríl en mánuðina tvo á undan og raunar líka fleiri en í mars og apríl 2019. Áhugavert er að umtalsverður hluti umsókna um skráningu vörumerkja er frá aðilum sem þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þá hefur verið vöxtur hér á landi í fjölda skráninga á hugverkum í eigu erlendra aðila í samanburði við síðasta ár. Að sama skapi höfum við upplifað umtalsverða aukningu í fjölda fyrirspurna um hvernig væri best að tryggja réttindi á hugverkum. Eins og áður sagði felast ýmis tækifæri í óvissu og umróti og okkar samskipti við fólkið og fyrirtækin í landinu síðustu mánuði gefa tilefni til bjartsýni. Í þessu samhengi er rétt að nefna að viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem hefur ákveðið að styðja myndarlega við nýsköpun sem sókn inn í framtíðina, eru ekki bara virðingarverð heldur skynsamleg og lýsa jákvæðni og framsýni því nýsköpun og hugvit eru leiðin út úr vandanum, bæði til skemmri og lengri tíma. Sagan segir okkur að nýsköpun er sjaldan jafn sterk og áberandi og þegar fólk setur allan sinn mátt í að rísa upp úr óvissu og umróti. Nýr vandi kallar á nýja hugsun og lausnir og opnar ný tækifæri. Þó mörg fyrirtæki rói sannarlega lífróður og margir eigi um sárt að binda, getur tímabundin niðursveifla skapað svigrúm til stefnumótunar og endurhugsunar. Svo virðist sem einhver fyrirtæki hafi nýtt tíma síðustu vikna til þess að rýna sín hugverkamál og ákveðið að sækja um skráningu á vörumerkjum sem hafa verið lengi í notkun. Það er nefnilega mikilvægt að hafa í huga að þegar vel tekst til geta vörumerki og önnur hugverk verið verðmætustu eignir fyrirtækja. Eignir sem geta gengið kaupum og sölum og má leigja eða veðsetja eins og hverja aðra eign. Eignir sem fjárfestar og lánastofnanir líta til við ákvarðanatöku. Fjölmörg þeirra vörumerkja sem við höfum tekið við á þessum óvissutímum eru hins vegar ný og ramma ágætlega inn kraft og þrautseigju fólks og fyrirtækja. Með nýjum hugverkum sem verða til á næstu misserum felst einmitt sannfæringin um að landið rís fyrr en síðar. Höfundur er sviðsstjóri hjá Hugverkastofunni.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar