Innlent

Sundlaugarnar opnaðar á miðnætti á sunnudaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tísti rétt í þessu um að sundlaugarnar í Reykjavík opni á miðnætti á sunnudaginn til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tísti rétt í þessu um að sundlaugarnar í Reykjavík opni á miðnætti á sunnudaginn til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn. vísir/vilhelm

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sundlaugarnar í Reykjavík verði opnaðar á miðnætti á sunnudaginn. Komin var heimild frá heilbrigðisráðherra að opna laugarnar mánudaginn 18. maí. Ljóst er að ekki á mínúta að fara til spillis.

Sjá einnig: Svona verður fyrirkomulagið í sundlaugunum 18. maí

„Til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn ætlum við að opna allar laugarnar eina mínútu eftir miðnætti og hafa opið alla nóttina. Einhverjir verða þreyttir - en hreinir og glaðir - á mánudaginn,“ segir Dagur.

Sundlaugar landsins hafa verið lokaðar síðan 23. mars. Þeim verður heimilt að taka á móti helmingi þeim gestafjölda sem hver og sig hefur almennt leyfi fyrir.


Tengdar fréttir

Svona verður fyrir­komu­lagið í sund­laugunum 18. maí

Sóttvarnalæknir mun leggja það til að fjöldi gesta í sundlaugum, sem ráðgert er að opni á ný eftir samkomubann nú á mánudaginn, fari fyrst um sinn ekki yfir helmingsfjölda gesta sem starfsleyfi hverrar laugar kveður á um.

Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum

Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×