KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum. KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum.
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00
KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00