Eins og barn í sælgætisbúð Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 07:00 Matthijs de Ligt er á sinni fyrstu leiktíð með Juventus en ekki er ljóst hvernig eða hvenær þeirri leiktíð lýkur. VÍSIR/EPA Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“ Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt var hreinskilinn þegar hann lýsti því hvernig það hefði verið að koma fyrst til Juventus og hitta menn á borð við Cristiano Ronaldo og Gianluigi Buffon. De Ligt kom til Juventus frá Ajax í fyrrasumar eftir magnað tímabil með hollenska liðinu. Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 20 deildarleiki með Juventus í vetur, þar af 17 í byrjunarliði, en hann viðurkennir að það hafi verið ansi mikil upplifun að mæta á fyrstu æfingarnar hjá liðinu: „Þegar ég kom fyrst inn í búningsklefann þá var þetta svolítið eins og að vera barn í sælgætisbúð. „Þarna er Buffon… þarna er Ronaldo“,“ sagði De Ligt í viðtali við liðsfélaga sinn, markvörðinn Wojciech Szczesny fyrir pólsku Youtube-rásina Foot Truck. Hann segir það hafa tekið sig fyrstu tvo mánuðina að komast yfir það að vera mættur til ítölsku meistaranna, en Juventus keypti hann fyrir andvirði 67,5 milljóna punda. Byrjunin var ekki ýkja góð því De Ligt skoraði sjálfsmark í vináttuleik gegn Inter fyrir tímabilið, og fékk dæmda á sig hendi og víti í leikjum við Lecce og Torino snemma leiktíðar. Orð Ronaldos ekki ástæðan „Það voru þegar margir að fylgjast með mér. Síðan jókst pressan enn meira en mér leið vel á æfingum. Það tók sinn tíma að aðlagast í leikjunum en mér tókst það skref fyrir skref,“ sagði De Ligt og var léttur í bragði þegar hann rifjaði upp vítin sem hann fékk á sig. „Ég man eftir því að hafa verið að fara í sturtuna eftir leik og fólk var að segja að þetta væri ótrúlegt. Það var eins og að það væri segull í hendinni minni,“ sagði De Ligt. Orðrómur var uppi um að það hefði verið Ronaldo sem hefði sannfært hann um að ganga til liðs við Juventus, í stað Manchester United, Barcelona eða PSG, en Ronaldo sást hvísla einhverju til De Ligt eftir leik Hollands og Portúgals í Þjóðadeildinni í júní 2019. De Ligt sagði það hafa verið heiður að Ronaldo skyldi tala við sig, en „það er ekki ástæðan. Ég hafði mikinn tíma til að velja á milli félaga og taldi Juventus vera besta kostinn.“
Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira