Fótbolti

Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Souness átti flottan feril sem leikmaður, þó að Paul Pogba viti ekki hver hann er.
Souness átti flottan feril sem leikmaður, þó að Paul Pogba viti ekki hver hann er. vísir/getty

Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri.

Souness hefur verið einn helsti gagnrýnandi franska heimsmeistarans frá því að hann kom aftur í enska boltann en hinn 66 ára Souness hefur starfað hjá Sky Sports undanfarin ár. Þar hefur hann skotið föstum skotum á Pogba; meðal annars að hann hugsi meira um lífið utan vallar en innan.

Pogba var svo í viðtali í á dögnunum þar sem hann einfaldlega viðurkenndi að hann vissi ekki hver Souness væri. Jamie Carragher spurði Souness út í þessi ummæli í fótboltaættinum The Football Show á Sky Sports í gær.

„Ég er ánægður með þetta. Elsti hluturinn í fótbolta kemur upp í hugann á þér: sýndu mér allar medalíurnar,“ sagði Souness í léttum tón í spjalli við Carragher og David Jones hjá Sky Sports.

Souness á allt í allt fjórtán titla; fimm sinnum varð hann Englandsmeistari, þrisvar vann hann enska bikarinn, einu sinni Evrópubikarinn, einu sinni ítalska bikarinn, einu sinni skoska bikarinn og einu sinni skosku deildina.

Pogba á hins vegar níu titla en á þó nokkur ár eftir í fótboltanum. Hann vann ítölsku deildina með Juventus fjórum sinnum, ítalska bikarinn í tvígang, enska deildarbikarinn einu sinni, Evrópudeildina einu sinni og svo gull með Frakklandi á HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×