Krakkamótin gætu farið fram með breyttu sniði í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2020 10:45 Frá leik á Símamótinu í fyrra. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekki loku fyrir það skotið að stóru fótboltamótin fyrir yngri flokka gætu farið fram í sumar þrátt fyrir samkomubannið. Því verður aflétt í áföngum á næstu mánuðum. Þó hefur sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, mælst til þess að ekki komi fleiri en tvöþúsund manns saman á þessu ári. „Ég held að það sé alveg möguleiki að þetta geti orðið en væntanlega með breyttu sniði. Við áttum fund með yfirvöldum hverjar horfurnar væru og um frekari skýringar á reglunum,“ sagði Guðni í morgunþætti Rásar 1 og 2. „Ég held að þetta snúist allt um að vera með sóttvarnaúrræði, hólfa niður fjölda iðkenda og áhorfenda, og gæta þess að smithætta verði ekki of mikil. Vonandi eru einhverjar leiðir til að koma til móts við þau sjónarmið. Vonandi verður hægt að framkvæma mótin með þeim hætti að það verði ásættanlegt miðað við þau úrræði sem eru í gangi.“ Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast 22. apríl.vísir/vilhelm Guðni ræddi einnig um Íslandsmótið í fótbolta og hvernig það yrði útfært. Hann segir mögulegt að Íslandsmótið hefjist síðari hluta júní. Eitt af því sem hefur komið til tals er að hefja mótið þá, þ.e. þeir leikir sem eru á dagskrá síðari hluta júní verði fyrstu leikir mótsins en leikirnir sem áttu að vera búnir verði færðir annað. „Við byrjum væntanlega mótið eins og dagskráin var en setjum þá leikina sem ekki hafði náðst að spila aftan við eða komum þeim fyrir inn í mótinu. EM karla fer ekki fram í sumar og það gefur okkur svigrúm,“ sagði Guðni. „Við eigum að koma þessu fyrir og gerum það. En að öllum líkindum þurfum við að spila aðeins lengur en annars. Það er eitthvað sem við getum vel tekist á við.“ Viðtalið við Guðna má sjá með því að smella hér.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
Æfingar geta hafist með takmörkunum frá og með 4. maí Heimilt verður að hefja skipulagðar æfingar hjá íslenskum íþróttafélögum frá og með 4. apríl. 14. apríl 2020 13:30