Heimskreppa, sjálfskaparvíti og afleiðingar Vilhelm Jónsson skrifar 15. apríl 2020 10:30 Það er ekki sjálfgefið í þessari krísu að íslensk þjóð geti hlaupið frá verkum óstjórnar aftur eins og átti sér stað í bankahruninu, og kennt öðrum um ófarirnar. Það er lítilfjörlegt og mikil einföldun að kenna Covid-19 um allt sem miður fer að þessu sinni. Lánshæfismat landsins verður væntanlega ekki mjög beysið þegar horft er til gjaldeyris- og útflutningstekna. Mun þá reyna á raunverulegan trúverðugleika ríkissjóðs á erlendum lánamörkuðum og lánshæfismat. Sú stjórnlausa uppbygging sem hefur átt sér stað undangengin ár hlýtur að teljast íhugunarefni í ljósi þess hversu djúp efnahagslægðin stefnir í að verða, sem væntanlega mun verða dýpri en hjá nágrannalöndunum, slíkt hið sama átti sér stað í bankahruninu. Íslendingar lærðu greinilega ekki nóg af þeim hremmingum, og enn og aftur stefnir í að þeir óábyrgu og fleiri takist á við gjaldþrotahrinu, og sem fyrr standa hinir ábyrgu í fæturna. Efnaminni heimili munu einnig hljóta skaða af þar sem þau hafa of oft treyst í blindni á að stjórnvöld skapi þeim vitrænt viðskiptaumhverfi. Sú öra uppbygging sem hefur átt sér stað í hinum skuldsetta ferðamannageira, og á öðrum húsnæðismarkaði, stenst enga skoðun og hún gefur fyrst og fremst til kynna alltof hraða uppbyggingu þar sem öll fyrirhyggja var hunsuð. Það sama er uppi á teningnum hvað almenna stjórn- og fyrirtækjasýslu varðar. Ekki er alltaf sjálfgefið að velgengnin sé óþrjótanleg, öllum partíum lýkur, og sumir þurfa að takast á við erfiðari timburmenn en aðrir. Stjórnvöld bera höfuðábyrgð á því hvernig komið er, þar sem þeim ber að stuðla að stöðugleika og festu. Þau hafa skapað það umhverfi og sjálfskaparvíti sem hefur verið viðloðandi um árabil þar sem allt regluverk er hunsað, og hlutirnir eiga bara að reddast. Þegar um hægist mun þjóðin væntanlega verða þess áskynja að nágrannalöndin munu rísa fyrr upp úr sínum þrengingum þar sem haldið er af mun meiri festu um stjórnartauminn en á Íslandi. Og að þessu sinni mun þjóðin væntanlega ekki ná jafn hagfelldu skuldauppgjöri eins og eftir bankahrun þegar þúsundir milljarðar voru afskrifaðir. Lífeyrissjóðir og önnur bankasýsla munu einnig taka sinn skerf af skellinum eftir að hafa tekið þátt í óábyrgri lánastarfsemi um árabil til ferðamannauppbyggingar, sem stjórnaðist af glórulausri græðgisvæðingu. Lífeyrissjóðsfélagar munu væntanlega einnig fá sinn skerf. Það er mikil einföldun að kenna Covid-19-faraldrinum um hvernig komið er, þó svo að margir munu vilja fría sig allri ábyrgð. Það er komið vel á annað ár síðan hrikta tók í yfirveðsettum ferðamannaiðnaði vegna óstjórnar. Þá er fall Wow air einnig ágætisdæmi um hversu óábyrgt viðskiptalíf þrífst í landinu. Fyrirtæki fá að blása stjórnlaust út þvert á allar viðvörunarbjöllur undir eftirliti Fjármálaeftirlits landsins,sem er fullkominn vitnisburður um að stofnunin hafi verið vart annað en nafnið eitt. EFTA- dómstóllinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn munu tæplega skera Íslendinga að þessu sinni úr snörunni og sjálfskipaðri kreppu, jafnvel þó svo að Covid-19 hafi veitt náðarhöggið. Væntanlega mun það reynast málglöðum forsætisráðherra erfitt að kjafta sig frá þessari krísu þar sem trúgjarnri þjóð er lofað betri tímum. Feitur og dýr gjaldeyrisvarasjóður, sem öllu á að bjarga og sem kostar Íslendinga tugi milljarða vegna vaxtagreiðslna á ári, er skammgóður vermir í þessum fordómalausu aðstæðum, og sjálfskaparvíti sem Íslendingar munu þurfa að takast á við næstu árin. Við þessar þrengingar og björgunaraðgerðir þurfa stjórnvöld að sýna festu og kaupa sér tíma til að átta sig á stöðu lífvænlegra fyrirtækja og heimila, sem verðskulda sértækar aðgerðir, og til að koma í veg fyrir misnotkun. Stjórnvöld verða að láta af taugaveiklun sinni og hætta að dæla út milljarðaloforðum með ólýðræðislegum og illa ígrunduðum hætti. Þó svo að nauðsynlegt sé að bregðast hratt við þurfa aðgerðir að vera markvissar á ögurstundu en ekki í formi smáskammtalækninga og stundahagsmunagæslu taugaveiklaðra pólitíkusa. Ef illa verður staðið að því hverjum sé hjálpað mun samfélagið loga í óeirðum og málaferlum. Í ljósi þess þarf að skipa óhlutdræga eftirlitsnefnd með lýðræðislegum og gegnsæjum hætti til að reyna eyða öllum vafa varðandi trúverðugleika hverjum skuli hjálpa. Hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar þar sem ríkið greiðir 75 prósent launa 400 starfsmanna Bláa lónsins næstu mánuði er galin, og í anda þess hvernig stjórnvöld fara með skattfé. Sértækar og yfirvegaðar aðgerðir eiga rétt á sér til að sporna við uppsögnum en slíkt hið sama á ekki við um milljarðafyrirtæki, sem skammtar sér reglulega feitar arðgreiðslur. Slíkar aðgerðir þurfa að einkennast af festu til að ríkissjóður standi undir hlutverki sínu til lengri tíma. Það eru bitlitlar aðgerðir að fyrirtæki sem nýta sér hlutabótaleið megi ekki skammta sér arðgreiðslur þetta árið, og má helst líkja við að pissa í skóinn sinn, sá tími hefði átt að vara í tvö til þrjú ár ásamt öðrum kvöðum. Stjórnvöld verða að átta sig á að hvað svo sem gert er, þá loðir við landann að misnota fjárhagsaðstoð,sem hann á ekki tilkall til, og í ljósi þess þarf að sýna fyllstu hörku til að afstýra því. Sjálfskaparvítið sem þjóðin hefur komið sér í skapar væntanlega mun dýpri kreppu en varð eftir bankahrunið þar sem þjóðin getur að þessu sinni ekki hlaupið frá skuldum óreiðumanna. Ytri aðstæður munu væntanlega ekki verða eins hagfelldar í þessari krísu þar sem ferðamaðurinn streymir ekki lengur til landsins og loðnan syndir ekki inn í landhelgina, og ef að líkum lætur mun krónan ekki verða þjóðinni að þessu sinni til framdráttar. Það er löngu orðið tímabært að Íslendingar fari að axla ábyrgð og temja sér fyrirhyggju og vandaðri viðskiptahætti. Það er ekki hægt að byggja upp gott samfélag nema almenningur sýni ábyrgð eða ella sæti viðurlögum sem bíta. Óstjórn leiðir af sér afleiðingar og saklaust fólk hlýtur óbætanlegan skaða af meðan aðrir nýta sér ófarirnar, og þann hrylling ber að stöðva í fæðingu. Það er ekki auðvelt að sýna fyllstu háttvísi hvað manni býr í brjósti þegar fylgst er með þeirri hryggðarmynd sem endurspeglar verklag Alþingis þar sem markmiðið virðist fyrst og fremst vera að mylja undir eigin hag og að vera í litlum tengslum við vitræna stjórnarhætti. Það er löngu orðið tímabært að innkalla þær þjóðarauðlindir sem veruleikafirrtir sægreifar gambla með til að hámarka rányrkju sína í boði stjórnvalda og með stuðningi þeirra sem maka krókinn. Svívirðileg misskipting hefur átt sér stað þar sem engu máli virðist skipta að heilu byggðarlögin hafa verið lögð í rúst. Þingmaður sem bendir á að tífalda skuli listamannalaun þegar þjóðarbúið er á hliðinni gefur ágæta sviðsmynd af því í hvaða hugarheimi sumir þingmenn eru. Sú félagslega húsnæðisuppbygging sem átt hefur sér stað í gegnum fasteignafélagið Bjarg, fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar fyrir þá sem minna mega sín, er tæknilega gjaldþrota. Og vart annað en tálsýn ein komi ekki til utanaðkomandi aðstoðar. Starfsemin er drifin áfram af óskhyggju einni saman þar sem hún er ekki sjálfbær til lengri tíma litið, og ef tekið er tillit til fjárhagslegra þátta og hverjum hún á að þjóna. Allt kjörtímabilið hefur félagsmálaráðherra látið liggja að frumvarp fyrir fyrstu kaupendur og þá efnaminni líti fljótlega dagsins ljós í þinginu án þess að hið minnsta gerist í þeim málum. Að ætla sér að reyna að byggja ódýrt félagslegt húsnæði í bullandi þenslu stenst enga skoðun og er í sama anda og verkamannabústaðakerfið sáluga, sem snerist fyrst og fremst um að stuðla að atvinnuuppbyggingu um land allt, og sem hrundi síðan eftir að verðtrygging var innleidd. Þó svo að nóg hafi verið til af eldra og ódýrara húsnæði til sölu á almennum markaði var ekki litið við þeim kaupmöguleika. Það er löngu orðið tímabært að notað og eldra húsnæði sé valmöguleiki til þeirra efnaminni. Það er einnig orðið tímabært að sveitarfélög hætti að nýta sér ófarir þeirra sem minna mega sín til atvinnuskapandi uppbyggingar. Og að þau standi undir lögboðnum og félagslegum skyldum sínum, ekki síst gagnvart þeim sem eiga allt sitt undir, og að vel sé að verki staðið. Íslendingar verða að fara að bera skynbragð á að of hröð og sveiflukennd uppbygging skapar óstöðugleika, og skort á vinnuafli, sem verður þess valdandi að launa- og byggingarkostnaður fer úr böndunum. Allt efnahagslíf er gjörbreytt, ríkissjóður og sveitarfélög verða að bregðast við og draga úr bákninu og annarri yfirbyggingu vegna tekjufalls og offramboðs á gistingu og veitinga, sem mun verða til þess að greinin nær seint fótfestu. Heimsmyndin er gjörbreytt og þjóðir munu þurfa að takast á við miklar efnahagsþrengingar og skammgóður vermir er að treysta á að ferðamaðurinn streymi til landsins á næstu tveimur til þremur árum, ef ekki lengur, í jafnmiklum mæli og hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið í þessari krísu að íslensk þjóð geti hlaupið frá verkum óstjórnar aftur eins og átti sér stað í bankahruninu, og kennt öðrum um ófarirnar. Það er lítilfjörlegt og mikil einföldun að kenna Covid-19 um allt sem miður fer að þessu sinni. Lánshæfismat landsins verður væntanlega ekki mjög beysið þegar horft er til gjaldeyris- og útflutningstekna. Mun þá reyna á raunverulegan trúverðugleika ríkissjóðs á erlendum lánamörkuðum og lánshæfismat. Sú stjórnlausa uppbygging sem hefur átt sér stað undangengin ár hlýtur að teljast íhugunarefni í ljósi þess hversu djúp efnahagslægðin stefnir í að verða, sem væntanlega mun verða dýpri en hjá nágrannalöndunum, slíkt hið sama átti sér stað í bankahruninu. Íslendingar lærðu greinilega ekki nóg af þeim hremmingum, og enn og aftur stefnir í að þeir óábyrgu og fleiri takist á við gjaldþrotahrinu, og sem fyrr standa hinir ábyrgu í fæturna. Efnaminni heimili munu einnig hljóta skaða af þar sem þau hafa of oft treyst í blindni á að stjórnvöld skapi þeim vitrænt viðskiptaumhverfi. Sú öra uppbygging sem hefur átt sér stað í hinum skuldsetta ferðamannageira, og á öðrum húsnæðismarkaði, stenst enga skoðun og hún gefur fyrst og fremst til kynna alltof hraða uppbyggingu þar sem öll fyrirhyggja var hunsuð. Það sama er uppi á teningnum hvað almenna stjórn- og fyrirtækjasýslu varðar. Ekki er alltaf sjálfgefið að velgengnin sé óþrjótanleg, öllum partíum lýkur, og sumir þurfa að takast á við erfiðari timburmenn en aðrir. Stjórnvöld bera höfuðábyrgð á því hvernig komið er, þar sem þeim ber að stuðla að stöðugleika og festu. Þau hafa skapað það umhverfi og sjálfskaparvíti sem hefur verið viðloðandi um árabil þar sem allt regluverk er hunsað, og hlutirnir eiga bara að reddast. Þegar um hægist mun þjóðin væntanlega verða þess áskynja að nágrannalöndin munu rísa fyrr upp úr sínum þrengingum þar sem haldið er af mun meiri festu um stjórnartauminn en á Íslandi. Og að þessu sinni mun þjóðin væntanlega ekki ná jafn hagfelldu skuldauppgjöri eins og eftir bankahrun þegar þúsundir milljarðar voru afskrifaðir. Lífeyrissjóðir og önnur bankasýsla munu einnig taka sinn skerf af skellinum eftir að hafa tekið þátt í óábyrgri lánastarfsemi um árabil til ferðamannauppbyggingar, sem stjórnaðist af glórulausri græðgisvæðingu. Lífeyrissjóðsfélagar munu væntanlega einnig fá sinn skerf. Það er mikil einföldun að kenna Covid-19-faraldrinum um hvernig komið er, þó svo að margir munu vilja fría sig allri ábyrgð. Það er komið vel á annað ár síðan hrikta tók í yfirveðsettum ferðamannaiðnaði vegna óstjórnar. Þá er fall Wow air einnig ágætisdæmi um hversu óábyrgt viðskiptalíf þrífst í landinu. Fyrirtæki fá að blása stjórnlaust út þvert á allar viðvörunarbjöllur undir eftirliti Fjármálaeftirlits landsins,sem er fullkominn vitnisburður um að stofnunin hafi verið vart annað en nafnið eitt. EFTA- dómstóllinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn munu tæplega skera Íslendinga að þessu sinni úr snörunni og sjálfskipaðri kreppu, jafnvel þó svo að Covid-19 hafi veitt náðarhöggið. Væntanlega mun það reynast málglöðum forsætisráðherra erfitt að kjafta sig frá þessari krísu þar sem trúgjarnri þjóð er lofað betri tímum. Feitur og dýr gjaldeyrisvarasjóður, sem öllu á að bjarga og sem kostar Íslendinga tugi milljarða vegna vaxtagreiðslna á ári, er skammgóður vermir í þessum fordómalausu aðstæðum, og sjálfskaparvíti sem Íslendingar munu þurfa að takast á við næstu árin. Við þessar þrengingar og björgunaraðgerðir þurfa stjórnvöld að sýna festu og kaupa sér tíma til að átta sig á stöðu lífvænlegra fyrirtækja og heimila, sem verðskulda sértækar aðgerðir, og til að koma í veg fyrir misnotkun. Stjórnvöld verða að láta af taugaveiklun sinni og hætta að dæla út milljarðaloforðum með ólýðræðislegum og illa ígrunduðum hætti. Þó svo að nauðsynlegt sé að bregðast hratt við þurfa aðgerðir að vera markvissar á ögurstundu en ekki í formi smáskammtalækninga og stundahagsmunagæslu taugaveiklaðra pólitíkusa. Ef illa verður staðið að því hverjum sé hjálpað mun samfélagið loga í óeirðum og málaferlum. Í ljósi þess þarf að skipa óhlutdræga eftirlitsnefnd með lýðræðislegum og gegnsæjum hætti til að reyna eyða öllum vafa varðandi trúverðugleika hverjum skuli hjálpa. Hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar þar sem ríkið greiðir 75 prósent launa 400 starfsmanna Bláa lónsins næstu mánuði er galin, og í anda þess hvernig stjórnvöld fara með skattfé. Sértækar og yfirvegaðar aðgerðir eiga rétt á sér til að sporna við uppsögnum en slíkt hið sama á ekki við um milljarðafyrirtæki, sem skammtar sér reglulega feitar arðgreiðslur. Slíkar aðgerðir þurfa að einkennast af festu til að ríkissjóður standi undir hlutverki sínu til lengri tíma. Það eru bitlitlar aðgerðir að fyrirtæki sem nýta sér hlutabótaleið megi ekki skammta sér arðgreiðslur þetta árið, og má helst líkja við að pissa í skóinn sinn, sá tími hefði átt að vara í tvö til þrjú ár ásamt öðrum kvöðum. Stjórnvöld verða að átta sig á að hvað svo sem gert er, þá loðir við landann að misnota fjárhagsaðstoð,sem hann á ekki tilkall til, og í ljósi þess þarf að sýna fyllstu hörku til að afstýra því. Sjálfskaparvítið sem þjóðin hefur komið sér í skapar væntanlega mun dýpri kreppu en varð eftir bankahrunið þar sem þjóðin getur að þessu sinni ekki hlaupið frá skuldum óreiðumanna. Ytri aðstæður munu væntanlega ekki verða eins hagfelldar í þessari krísu þar sem ferðamaðurinn streymir ekki lengur til landsins og loðnan syndir ekki inn í landhelgina, og ef að líkum lætur mun krónan ekki verða þjóðinni að þessu sinni til framdráttar. Það er löngu orðið tímabært að Íslendingar fari að axla ábyrgð og temja sér fyrirhyggju og vandaðri viðskiptahætti. Það er ekki hægt að byggja upp gott samfélag nema almenningur sýni ábyrgð eða ella sæti viðurlögum sem bíta. Óstjórn leiðir af sér afleiðingar og saklaust fólk hlýtur óbætanlegan skaða af meðan aðrir nýta sér ófarirnar, og þann hrylling ber að stöðva í fæðingu. Það er ekki auðvelt að sýna fyllstu háttvísi hvað manni býr í brjósti þegar fylgst er með þeirri hryggðarmynd sem endurspeglar verklag Alþingis þar sem markmiðið virðist fyrst og fremst vera að mylja undir eigin hag og að vera í litlum tengslum við vitræna stjórnarhætti. Það er löngu orðið tímabært að innkalla þær þjóðarauðlindir sem veruleikafirrtir sægreifar gambla með til að hámarka rányrkju sína í boði stjórnvalda og með stuðningi þeirra sem maka krókinn. Svívirðileg misskipting hefur átt sér stað þar sem engu máli virðist skipta að heilu byggðarlögin hafa verið lögð í rúst. Þingmaður sem bendir á að tífalda skuli listamannalaun þegar þjóðarbúið er á hliðinni gefur ágæta sviðsmynd af því í hvaða hugarheimi sumir þingmenn eru. Sú félagslega húsnæðisuppbygging sem átt hefur sér stað í gegnum fasteignafélagið Bjarg, fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar fyrir þá sem minna mega sín, er tæknilega gjaldþrota. Og vart annað en tálsýn ein komi ekki til utanaðkomandi aðstoðar. Starfsemin er drifin áfram af óskhyggju einni saman þar sem hún er ekki sjálfbær til lengri tíma litið, og ef tekið er tillit til fjárhagslegra þátta og hverjum hún á að þjóna. Allt kjörtímabilið hefur félagsmálaráðherra látið liggja að frumvarp fyrir fyrstu kaupendur og þá efnaminni líti fljótlega dagsins ljós í þinginu án þess að hið minnsta gerist í þeim málum. Að ætla sér að reyna að byggja ódýrt félagslegt húsnæði í bullandi þenslu stenst enga skoðun og er í sama anda og verkamannabústaðakerfið sáluga, sem snerist fyrst og fremst um að stuðla að atvinnuuppbyggingu um land allt, og sem hrundi síðan eftir að verðtrygging var innleidd. Þó svo að nóg hafi verið til af eldra og ódýrara húsnæði til sölu á almennum markaði var ekki litið við þeim kaupmöguleika. Það er löngu orðið tímabært að notað og eldra húsnæði sé valmöguleiki til þeirra efnaminni. Það er einnig orðið tímabært að sveitarfélög hætti að nýta sér ófarir þeirra sem minna mega sín til atvinnuskapandi uppbyggingar. Og að þau standi undir lögboðnum og félagslegum skyldum sínum, ekki síst gagnvart þeim sem eiga allt sitt undir, og að vel sé að verki staðið. Íslendingar verða að fara að bera skynbragð á að of hröð og sveiflukennd uppbygging skapar óstöðugleika, og skort á vinnuafli, sem verður þess valdandi að launa- og byggingarkostnaður fer úr böndunum. Allt efnahagslíf er gjörbreytt, ríkissjóður og sveitarfélög verða að bregðast við og draga úr bákninu og annarri yfirbyggingu vegna tekjufalls og offramboðs á gistingu og veitinga, sem mun verða til þess að greinin nær seint fótfestu. Heimsmyndin er gjörbreytt og þjóðir munu þurfa að takast á við miklar efnahagsþrengingar og skammgóður vermir er að treysta á að ferðamaðurinn streymi til landsins á næstu tveimur til þremur árum, ef ekki lengur, í jafnmiklum mæli og hefur verið.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun