Annar heilbrigðisráðherra í stjórn Bolsonaro hrökklast úr embætti Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 20:27 Nelson Teich greindi frá afsögn sinni sem heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag en gaf ekki upp ástæðu. Brasilískir fjölmiðlar segja að ágreiningur við Bolosnaro um notkun á malaríulyfi hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. Nelson Teich hafði gagnrýnt tilskipun Bolsonaro forseta um að leyfa líkamsræktarstöðvum og snyrtistofum að hefja starfsemi á ný. Hann gaf þó enga ástæðu þegar hann greindi frá afsögn sinni á blaðamannafundi í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði hann Bolsonaro fyrir tækifærið til að gegna embættinu og heilbrigðisstarfsfólki fyrir störf sín. Þrátt fyrir að Brasilíu sé orðin að einum af miðpunktum heimsfaraldursins með meira en 200.000 staðfest smit og tæplega 14.000 dauðsföll hefur Bolsonaro gert lítið úr honum. Forsetinn er andsnúinn takmörkunum eins og útgöngu- og samgöngubönnum og hefur ítrekað lýst faraldrinum sem „dálítilli flensu“. Útbreiðsla kórónuveirunni sé „óumflýjanleg“. Teich hafði einnig verið ósáttur við þá áherslu sem Bolsonaro lagði á að nota malaríulyfið choloroquine sem meðferð við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki ljóst að lyfið gagnist. Þá hafði hann og forsetann greint á um áætlanir um að slaka á takmörkunum. Í síðustu viku sagði Teich að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum áður en Bolsonaro gaf líkamsræktarstöðvum, hárgreiðslu- og snyrtistofum grænt ljós að hefja starfsemi aftur. Bolsonaro rak Luiz Henrique Mandetta, forvera Teich í embættinu, fyrir innan við mánuði og gagnrýndi fyrir að hvetja landsmenn til þess að stunda félagsforðun og halda sig heima við til að draga úr útbreiðslu faraldursins. Forsetinn hefur staðið fyrir mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum með stuðningsmönnum sínum. Hann hefur sætt gagnrýni lýðheilsusérfræðinga fyrir að taka faraldurinn ekki alvarlega.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27 Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38 Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39 Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. 13. maí 2020 13:27
Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri 13. maí 2020 07:38
Bolsonaro og fylgismenn hans mótmæltu aðgerðum gegn faraldrinum Stuðningsmenn forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, flykktust út á mótmælafundi ásamt forsetanum gegn aðgerðum Brasilíu til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. 19. apríl 2020 23:39
Ráðherrann látinn fara vegna deilna um „litla flensu“ Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur látið heilbrigðismálaráðherrann Lúiz Henrique Mandetta, láta taka poka sinn. 17. apríl 2020 07:04