Rafn hefur sofið með límband fyrir munninum í þrjú ár til að losna við kæfisvefn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 13:32 Rafn er þjálfari og heilsuráðgjafi. Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann. Heilsa Svefn Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann.
Heilsa Svefn Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira