Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 10:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira