Verður að leita að gögnum um hundrað ára líftryggingu þrátt fyrir „tímabundinn ómöguleika“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 12:31 Sýslumaður telur sig ekki geta sagt að gögnin sem óskað var eftir séu til. Unsplash/Denny Müller Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að Sýslumaðurinn á Vestfjörðum þurfi að framkvæma leit að gögnum um hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreindan einstakling sem lést árið 1900. Sýslumaður bar meðal annars fyrir sig að leitin væri háð „tímabundnum ómöguleika“ þar sem hluti skjalasafns embættisins væri óaðgengilegur. Málið má rekja til þess að síðastliðið sumar fór einstaklingur fram á það við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að hann fengi afhent gögn um það hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreiddan einstakling, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900. Í nóvember svaraði sýslumaðurinn erindinu þannig að umrædd gögn hafi ekki fundist, hluti skjala í vörslu embættisins séu óaðgengileg og að starsfólk embættisins hafi ekki tök á því að leita að umbeðnum gögnum. Ekki lægi fyrir hvenær nánari leit yrði möguleg. Sá sem bað um umrædd gögn sætti sig ekki við þetta og kærði niðurstöðu sýslumanns til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að niðurstöðu í málinu þann 1. apríl síðastliðinn. Engar skrár, óaðgengileg geymsla og bruni árið 1936 Í úrskurði nefndarinnar er saga málsins rakin. Þar kemur meðal annars fram að sýslumaður segir að töluverð vinna hafi verið lögð í það að finna skjölin án árangurs. Það hafi torveldað leitina að hluti skjalasafnsins sé óaðgengilegur vegna framkvæmda, auk þess sem að ekki sé til heildstæð skrá yfir þau skjöl sem embættið varðveiti. Ekki sé því vitað hvort gögnin séu í vörslu embættisins eða hafi yfir höfuð nokkurn tímann verið í vörslu forvera embættisins, Sýslumannsins á Patreksfirði. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum er með ýmsar starfstöðvar, meðal annars í Ísafirði.Vísir/Egill Því hafi ekki verið unnt að verða við beiðninni þar sem um „tímabundinn ómöguleika“ sé að ræða. Skjalasafnið verði ekki aðgengilegt fyrr en embættið fái nýjar geymslur og þá fyrst verði skilyrði til að halda leitinni áfram. Auk þess er tekið fram að þáverandi húsnæði Sýslumannsins á Patreksfirði hafi brunnið árið 1936 og hafi mikið af gögnum eyðilagst í brunanum. Ekki sé því vitað hvort umbeðin gögn séu þar á meðal. Af þessum ástæðum öllu hafi verið ákveðið að synja upplýsingabeiðninni. Gögnin til staðar samkvæmt 40 ára upplýsingum Við þessu brást kærandinn með því að benda upplýsinganefndinni á að hann hefði vissu fyrir því að umbeðin gögn hafi verið í geymslum hjá embætti sýslumanns á Patreksfirði. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá tveimur mönnum sem hafi unnið þar, annar í 10 mánuði árið 1976 en hinn frá árinu 1970 til 1982. Ekki hægt að bera fyrir sig tímabundnum ómöguleika Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að ekkert lagaákvæði renni stoð undir synjun beiðninnar af þeirri ástæðu að ekki sé mögulegt að leita að umbeðnum gögnum í skjalasafni sínu. Þá telur nefndin raunar að málsatvik svari ekki til þess að Sýslumanninum á Vestfjörðum hafi í reynd verið ómögulegt að leita að umbeðnum gögnum í hluta skjalasafns síns, heldur liggi fyrir að umrædd skjöl séu varðveitt í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum. Er það mat nefndarinnar að synjun sýslumanns byggi á þeirri röngu forsendu að ómögulegt hafi verið að leita að hinum umbeðnu gögnum. Sú ákvörðun sé haldin efnislegum annmörkum sem séu svo veigamiklir að ekki verði hjá því komist að fella han úr gildi. Því sé ekkert annað í stöðunni en að „leggja fyrir embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að embættið framkvæmi leit í skjölum sínum og taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.“ Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Stjórnsýsla Tryggingar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að Sýslumaðurinn á Vestfjörðum þurfi að framkvæma leit að gögnum um hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreindan einstakling sem lést árið 1900. Sýslumaður bar meðal annars fyrir sig að leitin væri háð „tímabundnum ómöguleika“ þar sem hluti skjalasafns embættisins væri óaðgengilegur. Málið má rekja til þess að síðastliðið sumar fór einstaklingur fram á það við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að hann fengi afhent gögn um það hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreiddan einstakling, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900. Í nóvember svaraði sýslumaðurinn erindinu þannig að umrædd gögn hafi ekki fundist, hluti skjala í vörslu embættisins séu óaðgengileg og að starsfólk embættisins hafi ekki tök á því að leita að umbeðnum gögnum. Ekki lægi fyrir hvenær nánari leit yrði möguleg. Sá sem bað um umrædd gögn sætti sig ekki við þetta og kærði niðurstöðu sýslumanns til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að niðurstöðu í málinu þann 1. apríl síðastliðinn. Engar skrár, óaðgengileg geymsla og bruni árið 1936 Í úrskurði nefndarinnar er saga málsins rakin. Þar kemur meðal annars fram að sýslumaður segir að töluverð vinna hafi verið lögð í það að finna skjölin án árangurs. Það hafi torveldað leitina að hluti skjalasafnsins sé óaðgengilegur vegna framkvæmda, auk þess sem að ekki sé til heildstæð skrá yfir þau skjöl sem embættið varðveiti. Ekki sé því vitað hvort gögnin séu í vörslu embættisins eða hafi yfir höfuð nokkurn tímann verið í vörslu forvera embættisins, Sýslumannsins á Patreksfirði. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum er með ýmsar starfstöðvar, meðal annars í Ísafirði.Vísir/Egill Því hafi ekki verið unnt að verða við beiðninni þar sem um „tímabundinn ómöguleika“ sé að ræða. Skjalasafnið verði ekki aðgengilegt fyrr en embættið fái nýjar geymslur og þá fyrst verði skilyrði til að halda leitinni áfram. Auk þess er tekið fram að þáverandi húsnæði Sýslumannsins á Patreksfirði hafi brunnið árið 1936 og hafi mikið af gögnum eyðilagst í brunanum. Ekki sé því vitað hvort umbeðin gögn séu þar á meðal. Af þessum ástæðum öllu hafi verið ákveðið að synja upplýsingabeiðninni. Gögnin til staðar samkvæmt 40 ára upplýsingum Við þessu brást kærandinn með því að benda upplýsinganefndinni á að hann hefði vissu fyrir því að umbeðin gögn hafi verið í geymslum hjá embætti sýslumanns á Patreksfirði. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá tveimur mönnum sem hafi unnið þar, annar í 10 mánuði árið 1976 en hinn frá árinu 1970 til 1982. Ekki hægt að bera fyrir sig tímabundnum ómöguleika Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að ekkert lagaákvæði renni stoð undir synjun beiðninnar af þeirri ástæðu að ekki sé mögulegt að leita að umbeðnum gögnum í skjalasafni sínu. Þá telur nefndin raunar að málsatvik svari ekki til þess að Sýslumanninum á Vestfjörðum hafi í reynd verið ómögulegt að leita að umbeðnum gögnum í hluta skjalasafns síns, heldur liggi fyrir að umrædd skjöl séu varðveitt í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum. Er það mat nefndarinnar að synjun sýslumanns byggi á þeirri röngu forsendu að ómögulegt hafi verið að leita að hinum umbeðnu gögnum. Sú ákvörðun sé haldin efnislegum annmörkum sem séu svo veigamiklir að ekki verði hjá því komist að fella han úr gildi. Því sé ekkert annað í stöðunni en að „leggja fyrir embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að embættið framkvæmi leit í skjölum sínum og taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.“ Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Stjórnsýsla Tryggingar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira