Verður að leita að gögnum um hundrað ára líftryggingu þrátt fyrir „tímabundinn ómöguleika“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 12:31 Sýslumaður telur sig ekki geta sagt að gögnin sem óskað var eftir séu til. Unsplash/Denny Müller Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að Sýslumaðurinn á Vestfjörðum þurfi að framkvæma leit að gögnum um hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreindan einstakling sem lést árið 1900. Sýslumaður bar meðal annars fyrir sig að leitin væri háð „tímabundnum ómöguleika“ þar sem hluti skjalasafns embættisins væri óaðgengilegur. Málið má rekja til þess að síðastliðið sumar fór einstaklingur fram á það við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að hann fengi afhent gögn um það hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreiddan einstakling, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900. Í nóvember svaraði sýslumaðurinn erindinu þannig að umrædd gögn hafi ekki fundist, hluti skjala í vörslu embættisins séu óaðgengileg og að starsfólk embættisins hafi ekki tök á því að leita að umbeðnum gögnum. Ekki lægi fyrir hvenær nánari leit yrði möguleg. Sá sem bað um umrædd gögn sætti sig ekki við þetta og kærði niðurstöðu sýslumanns til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að niðurstöðu í málinu þann 1. apríl síðastliðinn. Engar skrár, óaðgengileg geymsla og bruni árið 1936 Í úrskurði nefndarinnar er saga málsins rakin. Þar kemur meðal annars fram að sýslumaður segir að töluverð vinna hafi verið lögð í það að finna skjölin án árangurs. Það hafi torveldað leitina að hluti skjalasafnsins sé óaðgengilegur vegna framkvæmda, auk þess sem að ekki sé til heildstæð skrá yfir þau skjöl sem embættið varðveiti. Ekki sé því vitað hvort gögnin séu í vörslu embættisins eða hafi yfir höfuð nokkurn tímann verið í vörslu forvera embættisins, Sýslumannsins á Patreksfirði. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum er með ýmsar starfstöðvar, meðal annars í Ísafirði.Vísir/Egill Því hafi ekki verið unnt að verða við beiðninni þar sem um „tímabundinn ómöguleika“ sé að ræða. Skjalasafnið verði ekki aðgengilegt fyrr en embættið fái nýjar geymslur og þá fyrst verði skilyrði til að halda leitinni áfram. Auk þess er tekið fram að þáverandi húsnæði Sýslumannsins á Patreksfirði hafi brunnið árið 1936 og hafi mikið af gögnum eyðilagst í brunanum. Ekki sé því vitað hvort umbeðin gögn séu þar á meðal. Af þessum ástæðum öllu hafi verið ákveðið að synja upplýsingabeiðninni. Gögnin til staðar samkvæmt 40 ára upplýsingum Við þessu brást kærandinn með því að benda upplýsinganefndinni á að hann hefði vissu fyrir því að umbeðin gögn hafi verið í geymslum hjá embætti sýslumanns á Patreksfirði. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá tveimur mönnum sem hafi unnið þar, annar í 10 mánuði árið 1976 en hinn frá árinu 1970 til 1982. Ekki hægt að bera fyrir sig tímabundnum ómöguleika Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að ekkert lagaákvæði renni stoð undir synjun beiðninnar af þeirri ástæðu að ekki sé mögulegt að leita að umbeðnum gögnum í skjalasafni sínu. Þá telur nefndin raunar að málsatvik svari ekki til þess að Sýslumanninum á Vestfjörðum hafi í reynd verið ómögulegt að leita að umbeðnum gögnum í hluta skjalasafns síns, heldur liggi fyrir að umrædd skjöl séu varðveitt í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum. Er það mat nefndarinnar að synjun sýslumanns byggi á þeirri röngu forsendu að ómögulegt hafi verið að leita að hinum umbeðnu gögnum. Sú ákvörðun sé haldin efnislegum annmörkum sem séu svo veigamiklir að ekki verði hjá því komist að fella han úr gildi. Því sé ekkert annað í stöðunni en að „leggja fyrir embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að embættið framkvæmi leit í skjölum sínum og taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.“ Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Stjórnsýsla Tryggingar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að Sýslumaðurinn á Vestfjörðum þurfi að framkvæma leit að gögnum um hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreindan einstakling sem lést árið 1900. Sýslumaður bar meðal annars fyrir sig að leitin væri háð „tímabundnum ómöguleika“ þar sem hluti skjalasafns embættisins væri óaðgengilegur. Málið má rekja til þess að síðastliðið sumar fór einstaklingur fram á það við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að hann fengi afhent gögn um það hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir ótilgreiddan einstakling, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900. Í nóvember svaraði sýslumaðurinn erindinu þannig að umrædd gögn hafi ekki fundist, hluti skjala í vörslu embættisins séu óaðgengileg og að starsfólk embættisins hafi ekki tök á því að leita að umbeðnum gögnum. Ekki lægi fyrir hvenær nánari leit yrði möguleg. Sá sem bað um umrædd gögn sætti sig ekki við þetta og kærði niðurstöðu sýslumanns til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að niðurstöðu í málinu þann 1. apríl síðastliðinn. Engar skrár, óaðgengileg geymsla og bruni árið 1936 Í úrskurði nefndarinnar er saga málsins rakin. Þar kemur meðal annars fram að sýslumaður segir að töluverð vinna hafi verið lögð í það að finna skjölin án árangurs. Það hafi torveldað leitina að hluti skjalasafnsins sé óaðgengilegur vegna framkvæmda, auk þess sem að ekki sé til heildstæð skrá yfir þau skjöl sem embættið varðveiti. Ekki sé því vitað hvort gögnin séu í vörslu embættisins eða hafi yfir höfuð nokkurn tímann verið í vörslu forvera embættisins, Sýslumannsins á Patreksfirði. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum er með ýmsar starfstöðvar, meðal annars í Ísafirði.Vísir/Egill Því hafi ekki verið unnt að verða við beiðninni þar sem um „tímabundinn ómöguleika“ sé að ræða. Skjalasafnið verði ekki aðgengilegt fyrr en embættið fái nýjar geymslur og þá fyrst verði skilyrði til að halda leitinni áfram. Auk þess er tekið fram að þáverandi húsnæði Sýslumannsins á Patreksfirði hafi brunnið árið 1936 og hafi mikið af gögnum eyðilagst í brunanum. Ekki sé því vitað hvort umbeðin gögn séu þar á meðal. Af þessum ástæðum öllu hafi verið ákveðið að synja upplýsingabeiðninni. Gögnin til staðar samkvæmt 40 ára upplýsingum Við þessu brást kærandinn með því að benda upplýsinganefndinni á að hann hefði vissu fyrir því að umbeðin gögn hafi verið í geymslum hjá embætti sýslumanns á Patreksfirði. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá tveimur mönnum sem hafi unnið þar, annar í 10 mánuði árið 1976 en hinn frá árinu 1970 til 1982. Ekki hægt að bera fyrir sig tímabundnum ómöguleika Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að ekkert lagaákvæði renni stoð undir synjun beiðninnar af þeirri ástæðu að ekki sé mögulegt að leita að umbeðnum gögnum í skjalasafni sínu. Þá telur nefndin raunar að málsatvik svari ekki til þess að Sýslumanninum á Vestfjörðum hafi í reynd verið ómögulegt að leita að umbeðnum gögnum í hluta skjalasafns síns, heldur liggi fyrir að umrædd skjöl séu varðveitt í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum. Er það mat nefndarinnar að synjun sýslumanns byggi á þeirri röngu forsendu að ómögulegt hafi verið að leita að hinum umbeðnu gögnum. Sú ákvörðun sé haldin efnislegum annmörkum sem séu svo veigamiklir að ekki verði hjá því komist að fella han úr gildi. Því sé ekkert annað í stöðunni en að „leggja fyrir embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að embættið framkvæmi leit í skjölum sínum og taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.“ Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Stjórnsýsla Tryggingar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira