Lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 08:32 Skálholtsdómkirkja var vígð árið 1963. Þjóðkirkjan Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023. Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Vígslubiskup í Skálholti lýsti yfir neyðarástandi í Skálholti í erindi sem lagt var fyrir kirkjuráðsfund fyrir rúmum tveimur vikum. Ástæðan fyrir yfirlýsingu biskups er mikill vatnsleki í turni kirkjunnar. Viðgerðum verður hrint af stað sem ráðgert er að kosti tæpar 100 milljónir króna. Þjóðkirkjan greinir frá þessu á vef sínum nú í vikunni. Þar er haft eftir séra Kristjáni Björnssyni, vígslubiskup í Skálholti, að mikill vatnsleki hefði orðið fyrir nokkru í turni Skálholtskirkju. Inni í turninum liggi þakrennur sem gáfu sig á klukkuloftinu og þar safnaðist vatn sem lak inn á næstu hæðir. „Í turninum er hið merka bókasafn Þorsteins Þorsteinssonar, sýslumanns, sem keypt var til Skálholtsstaðar á sínum tíma. Mildi má teljast að ekki urðu vatnsskemmdir á því en vígslubiskupinn komst að þessum leka í tæka tíð svo ekki varð tjón á safninu. Starfsfólk Skálholts hóf þegar aðgerðir og vígslubiskupinn lagaði rennuna til bráðabirgða,“ segir í umfjöllun Þjóðkirkjunnar. Þá er haft eftir séra Kristjáni að tafarlaust verði hafist handa við að flytja bókasafnið í Gestastofuna svokölluðu, sem hafi lengi verið til umtals. Sjálfboðaliðum munu handlanga bækurnar frá turni og yfir í stofuna. Séra Kristján leggur jafnframt áherslu á að viðgerðir á kirkjunni, sem hafi verið mjög illa farin, megi ekki bíða. Framkvæmdirnar séu dýrar og kosti tæpar 100 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka öllum endurbótum á kirkjunni ekki síðar en á 60 ára afmæli hennar 2023.
Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira