Ætla að loka Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 22:03 Ung kona á Duomotorgi í Mílanó, höfuðborg Langbarðalands. Við hefðbundnar kringumstæður má sjá hundruð ef ekki þúsundir ferðamanna á torginu. EPA/MATTEO BAZZI Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu. Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu undirbýr nú að setja héraðið Langbarðaland, eða Lombardy á ensku, allt í sóttkví. Í raun að loka fjölmennasta og auðugasta héraði Ítalíu, þar sem um tíu milljónir manna búa. Er það liður í nýjum aðgerðum gegn nýju kórónuveirunni sem búist er við að verði samþykktar í kvöld eða nótt og eiga að taka gildi á morgun. Aðgerðir þessar fela meðal annars í sér að meina fólki að ferðast til héraðsins og ferðast frá því innan Ítalíu. Einnig er lagt til að íbúar Langbarðalands forðist að ferðast innan héraðsins. Sóttkvíin mun einnig gilda um ellefu sýslur í fjórum öðrum héröðum Ítalíu. Nánast öllum samkomustöðum verður lokað á þessum svæðum og fjöldasamkomur bannaðar. Þá eiga vinnuveitendur að gera starfsmönnum sínum kleift að vinna að heima, eins og auðið er, samkvæmt frétt Reuters. Kaffihús mega þó vera opin áfram, svo lengi sem hægt sé að tryggja minnst eins metra bil á milli viðskiptavina þeirra. Staðfestum smitum á Ítalíu hefur fjölgað um rúmlega 1.200 á einum sólarhring. Faraldur þar í landi er sá versti í Evrópu en í heildina er vitað til þess að 5.883 hafi smitast og 233 hafa dáið, samkvæmt frétt Guardian. Staðan er langverst í Langbarðalandi þar sem um 85 prósent staðfestra tilfella hafa komið upp og 92 prósent dauðsfalla. Eins og áður segir eru íbúar Lombardyhéraðs um tíu milljónir en heildar íbúafjöldi Ítalíu er um 60 milljónir. Það er því ljóst að aðgerðirnar eru gífurlega umfangsmiklar. Búist er við því að faraldurinn muni koma verulega illa á efnahagi Ítalíu og þá sérstaklega á ferðaþjónustunni þar í landi. Bætt við 23:40 - Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ekki skrifað undir aðgerðirnar eins og búist var við. Ríkisstjórar Langbarðalands og annarra héraða hafa mótmælt aðgerðunum fyrirhuguðu.
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 19:01