Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2020 23:30 Viktor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann gegndi einnig embættinu á árunum 1998 til 2002. Getty Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. Orban hefur síðustu vikurnar getað stýrt landinu með tilskipunum einum saman og þannig sniðgengið ungverska þingið. Meirihluti ungverska þingið veitti Orban völdin í mars og sagði þau nauðsynleg til að landið gæti tekist á við faraldurinn með skilvirkum hætti. Fyrirkomulagið hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði í Ungverjalandi og á alþjóðavettvangi og hafa margir sakað Ungverja um að hafa kastað lýðræði fyrir roða. Þannig sendu utanríkisráðherrar Norðurlandanna – Guðlaugur Þór Þórðarson þar með talinn – bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem tekið var undir áhyggjur hans af þróuninni í Ungverjalandi. Bréfið vakti mikla reiði innan ungversku stjórnarinnar og kallaði utanríkisráðherra Ungverjalands sendiherra Norðurlandanna á teppið til að ræða málið. „Við gerum ráð fyrir að stjórnin geti skilað þessum sérstöku valdaheimildum til að takast á við heimsfaraldurinn, til þingsins í lok maí,“ sagði Orban á Facebook-síðu sinni í gær. Eftir fund með serbískum starfsbróður sínum, Aleksandar Vucic, í Balgrad, sagði Orban að þetta myndi veira öllum tækifæri til að biðja Ungverjaland afsökunar vegna ósanngjarnra ásakana. „Það er enginn grundvöllur fyrir þessa gagnrýni og þegar þeir biðjast afsökunar, þá búumst við við aðdáun þeirra vegna þeirrar velgengi Ungverjalands við að verjast veirunni.“ Alls hafa verið skráð rúmlega 3.400 smit í Ungverjalandi og eru 442 dauðsföll rakin til Covid-19.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44 Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. 11. maí 2020 13:44
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42