Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 18:06 Starfsmenn Rauða krossins að störfum á Ítalíu. AP/Andrew Medichini Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020 Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55