Erlent

Fjöl­mennasta ríkis­stjórn í sögu Ísraels tók við völdum í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Benjamín Netanjahú mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Ísraels næstu átján mánuði.
Benjamín Netanjahú mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Ísraels næstu átján mánuði. AP

Ný og jafnframt fjölmennasta ríkisstjórn í sögu Ísrael tók við völdum í dag eftir um rúmlega eins árs langa stjórnarkreppu og þrennar kosningar.

Í nýju ríkisstjórninni sem Likud-bandlagið og Bláhvíta bandalagið mynda ásamt minni flokkum sitja 36 ráðherrar og sextán vararáðherrar.

Samkvæmt stjórnarsáttmála verður Benjamín Netanjahú, leiðtogi Likudbandalagsins, áfram forsætisráðherra næstu átján mánuði. Að þeim mánuðum loknum tekur Benny Gantz, leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, við embættinu, en næstu mánuðina mun hann gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra.

Stjórnarandstaðan gagnrýnir nýja stjórn nú þegar harðlega vegna ráðherrafjölda og segir illa farið með skattfé.

Þeir Netanjahú og Gantz hafa náð samkomulagi um að Ísrael innlimi hluta Vesturbakkans, mögulega þegar áður en árið er hálfnað. Leiðtogar Palestínumanna hafa fordæmt hugmyndirnar og segja þær stangast á við lög.

Ný stjórn tekur við völdum nokkrum dögum áður en réttarhöld í máli gegn Netanjahú hefjast, en hann hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og spillingu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×