Útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á undirritun kjarasamninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2020 12:12 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Vísir/Jóhann Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Formaður Sameykis segir að útbreiðsla kórónuveirunnar og það ástandi sem vofi yfir Íslandi vegna hennar hafi haft sitt að segja um að samninganefndum BSRB og ríki, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaga tókst í nótt að aflýsa verkfalli um sextán þúsund félagsmanna BSRB, sem hófust eða áttu að hefjast á miðnætti. Nóttin var löng í húsakynnum ríkissáttasemjara en BSRB og aðildarfélög ásamt viðsemjendum hafa fundað stíft og nær sleitulaust alla helgina til þess að reyna að afstýra verkfalli. Skömmu fyrir miðnætti fór að draga til tíðinda og rétt áður en verkfall skall á var tilkynnt að einn kjarasamningur af nokkrum væri í höfn. Skömmu eftir miðnætti var svo verkfalli 7500 félagsmanna, af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall aflýst, þegar kjarasamningur Bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur var undirritaður. Samningarnir sem undirritaðir voru í nótt eru allir, heilt yfir, byggðir á sama grunninum. Það er lífskjarasamningnum þar sem lægstu laun eru hækkuð og vinnutímastytting dagvinnu- og vaktavinnufólks innleidd. „Það er stóri þátturinn í þessum kjarasamningi. BSRB lagði mikla áherslu á þetta og það hafðist,“ sagði Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var svo undirritaður þegar leið á nóttina. Um þrjú leitið var tilkynnt að Sameyki og Reykjavíkurborg hefðu náð saman og um fimmleitið náði Sameyki samningi við ríkið. Þá voru kjarasamningar stærstu hópanna í höfn. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að erfiðast hefði verið að nálgast ríkið í viðræðunum. „Við urðum að gera fleiri málamiðlanir með þeim en Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis. Fannst ykkur í ljósi þess hvernig ástandið er í þjóðfélaginu að ykkur væri stillt upp við vegg? „Ég skal alveg viðurkenna það að við vorum auðvitað á leiðinni í verkfall. Við hefðum ekki gerast svona margar málamiðlanir ef að ástandið hefði ekki breyst svona á síðustu dögum, eins og það gerði. Við ætluðum að hafa baráttufund í dag en urðum að aflýsa honum og svo framvegis,“ sagði Árni Stefán. Þannig að útbreiðsla kórónuveirunnar hafði áhrif á gerð kjarasamninganna í nótt? „Ég get alveg viðurkennt það að við urðum að taka tillit til þess,“ sagði Árni Stefán. Skömmu fyrir klukkan átta í morgun var svo búið að ná kjarasamningum við öll aðildarfélög BSRB og því öllum boðuðum verkföllum aflýst. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir að starfsemi stofnanna ríkis og sveitarfélaga verði því óröskuð. „Það er auðvitað gleðilegt að það hafi ekki þurft að koma til lengri tíma í verkföllum heldur en þetta.“ Áttir þú von á því að kjarasamningar myndu nást í nótt? „Ég get ekki sagt það að ég hafi búist við því um kvöldmatarleytið í gær að þetta yrði niðurstaðan,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Wuhan-veiran Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira