Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 10. mars 2020 08:00 Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar