Framhaldsskóli á krossgötum – þriðji hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 12. mars 2020 08:00 Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Tengdar fréttir Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00 Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri.
Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00
Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar