„Íslensk lopapeysa“ fær sömu vernd og „Íslenskt lambakjöt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2020 14:57 Ull unnin úr feldi kindanna hefur reynst mörgum Íslendingnum vel í gegnum árin. Unsplash/Zosia Korcz Matvælastofnun hefur samþykkt að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðarheitið. Þetta er annað afurðarheitið sem hlýtur vernd hérlendis frá því að lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Áður hlaut heitið „Íslenskt lambakjöt“ skráða vernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Auglýsing um skráninguna hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda þar sem afurðarlýsing kemur fram. Hverjum þeim sem framleiðir lopapeysu í samræmi við afurðarlýsinguna er heimilt að nota heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa og nota opinbert auðkennismerki skv. reglugerð um skráningu afurðarheita. Helstu skilyrði eru eftirfarandi: 1. Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé 2. Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) 3. Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. 4. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli 5. Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi 6. Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) 7. Peysan skal vera opin eða heil Skráð afurðarheiti sem vísar til uppruna skal samkvæmt 6. gr. laganna njóta verndar gegn: 1. Beinni eða óbeinni notkun í viðskiptum með afurð sem fellur ekki undir skráninguna, að svo miklu leyti sem sú afurð er sambærileg við þá afurð sem skráð er undir sama heiti eða ef notkun heitisins færir sér í nyt orðspor hins verndaða heitis, þ.m.t. þar sem afurð er notuð sem hráefni 2. Hvers konar misnotkun, eftirlíkingu eða villandi hugrenningatengslum, jafnvel þótt raunverulegur uppruni afurðarinnar sé gefinn til kynna, eða þar sem hið verndaða heiti hennar er þýtt eða því fylgja orð á borð við „að hætti“, „í stíl“, „gerð“, „aðferð“, „eins og framleitt í“, „eftirlíking“ eða álíka og einnig þegar þessar afurðir eru notaðar sem hráefni 3. Hvers konar öðrum röngum eða villandi merkingum sem sýna tilurð, uppruna, eðli eða helstu eiginleika afurðar á innri eða ytri umbúðum, í kynningarefni eða skjölum sem fylgja viðkomandi afurð og notkun umbúða sem geta gefið villandi mynd af uppruna hennar 4. Hvers konar öðru athæfi sem villt getur um fyrir almenningi hvað raunverulegan uppruna varðar. Dýr Tíska og hönnun Höfundaréttur Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Matvælastofnun hefur samþykkt að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Handprjónasamband Íslands sótti um vernd fyrir afurðarheitið. Þetta er annað afurðarheitið sem hlýtur vernd hérlendis frá því að lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Áður hlaut heitið „Íslenskt lambakjöt“ skráða vernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Auglýsing um skráninguna hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda þar sem afurðarlýsing kemur fram. Hverjum þeim sem framleiðir lopapeysu í samræmi við afurðarlýsinguna er heimilt að nota heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa og nota opinbert auðkennismerki skv. reglugerð um skráningu afurðarheita. Helstu skilyrði eru eftirfarandi: 1. Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé 2. Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) 3. Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. 4. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli 5. Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi 6. Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) 7. Peysan skal vera opin eða heil Skráð afurðarheiti sem vísar til uppruna skal samkvæmt 6. gr. laganna njóta verndar gegn: 1. Beinni eða óbeinni notkun í viðskiptum með afurð sem fellur ekki undir skráninguna, að svo miklu leyti sem sú afurð er sambærileg við þá afurð sem skráð er undir sama heiti eða ef notkun heitisins færir sér í nyt orðspor hins verndaða heitis, þ.m.t. þar sem afurð er notuð sem hráefni 2. Hvers konar misnotkun, eftirlíkingu eða villandi hugrenningatengslum, jafnvel þótt raunverulegur uppruni afurðarinnar sé gefinn til kynna, eða þar sem hið verndaða heiti hennar er þýtt eða því fylgja orð á borð við „að hætti“, „í stíl“, „gerð“, „aðferð“, „eins og framleitt í“, „eftirlíking“ eða álíka og einnig þegar þessar afurðir eru notaðar sem hráefni 3. Hvers konar öðrum röngum eða villandi merkingum sem sýna tilurð, uppruna, eðli eða helstu eiginleika afurðar á innri eða ytri umbúðum, í kynningarefni eða skjölum sem fylgja viðkomandi afurð og notkun umbúða sem geta gefið villandi mynd af uppruna hennar 4. Hvers konar öðru athæfi sem villt getur um fyrir almenningi hvað raunverulegan uppruna varðar.
Dýr Tíska og hönnun Höfundaréttur Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira