Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 08:50 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir of mikla orku hafa farið í hnútuköst í kjaradeilunni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54