Heltist úr lestinni og lýsir yfir stuðningi við Guðmund Franklín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 12:28 Kristján Örn, til hægri í efri röð, er hættur við framboð. Magnús Ingibergur, til vinstri í efri röð, sem er sömuleiðis hættur að safna undirskriftum. Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira