Tveggja ára tvinnbíll fuðraði upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 16:28 Slökkviliðsmenn á Svínvetningabraut á sunnudaginn. Tvinnbíllinn í ljósum logum í bakgrunni. Róbert Daníel Jónsson Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn. Aðdragandi brunans var sá að eigandi tvinnbílsins, tveggja ára Mitsubishi Outlander, kom fólki til aðstoðar vegna bíls sem var bilaður og lagt úti í vegakanti. Ekki tókst að koma bilaða bílnum í gang. Bauðst eigandi tvinnbílsins til að skutla fólkinu en ekki kom til þess. Áður en hægt var að ferja farþega bilaða bílsins um borð í tvinnbílinn kviknaði blossi. Sigurvaldi Sigurjónsson, bóndi á Kárastöðum, ók fram á fólkið í þann mund sem kviknaði í. „Svo kem ég keyrandi að og þá kom blossi framan úr rafmagnsbílum. Það var eins og hefði verið kveikt á gastæki. Svo fuðraði þetta upp,“ segir Sigurvaldi. Aðalatriðið að enginn slasaðist Róbert Daníel Jónsson náði myndum af aðstæðum á Svínvetningabraut sem fylgja fréttinni. Eins og sést á myndunum var um mikinn eld að ræða. BlönduósRóbert Daníel Jónsson „Þau hringdu í 112 og fengu þau ráð að við ættum að forða okkur langt í burtu því mengunin frá eldinum væri svo ógeðsleg. Við gátum ekkert gert nema horfa á bílinn brenna,“ segir Sigurvaldi. Eigandi bílsins hafi verið í nokkru uppnámi til að byrja með en róast í framhaldinu. „Aðalatriðið er auðvitað að fólkið sleppi. Það er hægt að bæta hitt.“ Bílinn var tveggja ára og hefur Sigurvaldi eftir eigandanum að hann hafi verið tryggður. Óljóst hvað olli eldinum Í framhaldinu bar slökkvilið að garði og tók til við að slökkva eldinn. Þá hafði hann borist í sinu. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er óljóst af hverju kviknaði í bílnum. Fólkið er búsett á Blönduósi. Blönduós Slökkvilið Bílar Húnavatnshreppur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn. Aðdragandi brunans var sá að eigandi tvinnbílsins, tveggja ára Mitsubishi Outlander, kom fólki til aðstoðar vegna bíls sem var bilaður og lagt úti í vegakanti. Ekki tókst að koma bilaða bílnum í gang. Bauðst eigandi tvinnbílsins til að skutla fólkinu en ekki kom til þess. Áður en hægt var að ferja farþega bilaða bílsins um borð í tvinnbílinn kviknaði blossi. Sigurvaldi Sigurjónsson, bóndi á Kárastöðum, ók fram á fólkið í þann mund sem kviknaði í. „Svo kem ég keyrandi að og þá kom blossi framan úr rafmagnsbílum. Það var eins og hefði verið kveikt á gastæki. Svo fuðraði þetta upp,“ segir Sigurvaldi. Aðalatriðið að enginn slasaðist Róbert Daníel Jónsson náði myndum af aðstæðum á Svínvetningabraut sem fylgja fréttinni. Eins og sést á myndunum var um mikinn eld að ræða. BlönduósRóbert Daníel Jónsson „Þau hringdu í 112 og fengu þau ráð að við ættum að forða okkur langt í burtu því mengunin frá eldinum væri svo ógeðsleg. Við gátum ekkert gert nema horfa á bílinn brenna,“ segir Sigurvaldi. Eigandi bílsins hafi verið í nokkru uppnámi til að byrja með en róast í framhaldinu. „Aðalatriðið er auðvitað að fólkið sleppi. Það er hægt að bæta hitt.“ Bílinn var tveggja ára og hefur Sigurvaldi eftir eigandanum að hann hafi verið tryggður. Óljóst hvað olli eldinum Í framhaldinu bar slökkvilið að garði og tók til við að slökkva eldinn. Þá hafði hann borist í sinu. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er óljóst af hverju kviknaði í bílnum. Fólkið er búsett á Blönduósi.
Blönduós Slökkvilið Bílar Húnavatnshreppur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira