Klopp styður ákvörðun ensku deildarinnar að hefja æfingar á ný Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 18:58 Klopp glaður. vísir/getty Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira