Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hrund Þórsdóttir skrifar 10. mars 2020 16:55 Hulda segir ekki rétt að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, en nauðsynlegt sé að takmarka umgengni eins og er. Landspítalinn tilkynnti í dag að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga. „Mér skylst að spjallþræðir hafi logað, fólk er auðvitað ekkert ánægt með þetta,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Makar eru óánægðir að fá ekki að fylgja konunum sínum í sónar og við skiljum það. Þeir hafa hlakkað til þessara stunda og þeir veita konunum stuðning. En þessar aðstæður eru mjög óvenjulegar. Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun.“ Almennt heimsóknabann gildir á legudeildum spítalans, annars vegar til að vernda viðkvæma sem þar liggja inni og hins vegar til að minnka umgang og vernda þannig starfsemina og starfsfólkið. Eins og er eru 40 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og sex í einangrun. Kvennadeildir Landspítala hafa gripið til ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19.vísir/vilhelm „Það er ekkert plan B. Engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi.“ „Okkur finnst auðvitað afskaplega leiðinlegt að þurfa að grípa til þessara úrræða, en það væri líka rosalegt högg ef við misstum út einhverja starfsmenn vegna smits á þessum litlu deildum okkar. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ segir Hulda. Hún bendir á að víða á vinnustöðum sé verið að grípa til aðgerða, svo sem að skipta fólki upp eða aðskilja starfsstöðvar, en að engin slík ráð séu í boði á umræddum spítaladeildum. „Við höfum bara þessa einu starfsstöð. Þetta hefur gengið vel hingað til og fólk hefur almennt sýnt þessu skilning. Við vissum að þetta myndi eflaust mæta ákveðinni mótspyrnu og einhverjir yrðu reiðir en maður bara útskýrir af hverju við grípum til þessara ráða og vonandi stendur þetta ekki að eilífu. Þetta þýðir alls ekki að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, eins og einhverjir hafa sagt, en við neyðumst til að takmarka umgengnina eins og er.“ Allir sem eiga pantaða tíma á þessum deildum á morgun og framvegis fá sms um þessar nýju ráðstafanir svo fólk sé undir þær búið þegar það mætir. Einhverjir hafa reynt að stinga sér framhjá takmörkunum í dag. „Fólk reynir aðeins að tala okkur til en við erum fastar fyrir. Það er ekki hægt að leyfa sumum að koma inn, eitt verður að gilda fyrir alla,“ segir Hulda. „Auðvitað geta samt komið upp tilvik þar sem eitthvað alvarlegt er á seyði og þá verða makar eða aðrir aðstandendur að sjálfsögðu kallaðir til.“ Hulda segir engin frekari úrræði á dagskrá á þessum deildum eins og er. „Það er búið að biðla til starfsfólks að ferðast ekki til útlanda. Við ættum alls ekki að ferðast til hættusvæða og það er búið að fella niður allar námsferðir á vegum spítalans,“ segir hún. „Margir starfsmenn eru líka að takmarka umgengni sína úti í samfélaginu og fara ekki á stór mannamót. Við sýnum ábyrgð gagnvart okkar störfum, reynum að tryggja að við séum frísk og að það sé hægt að stóla á okkur.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Landspítalinn tilkynnti í dag að hvorki makar né aðstandendur fengju að fylgja konum í sónar á fósturgreiningu 21B eða inn á áhættumæðravernd 22B. Þá fengi einungis maki að vera viðstaddur fæðingu og fylgja móður og barni á sængurlegudeild. Gripið er til þessara ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19 og kom fram í tilkynningu að makar og aðstandendur ættu helst að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga. „Mér skylst að spjallþræðir hafi logað, fólk er auðvitað ekkert ánægt með þetta,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Makar eru óánægðir að fá ekki að fylgja konunum sínum í sónar og við skiljum það. Þeir hafa hlakkað til þessara stunda og þeir veita konunum stuðning. En þessar aðstæður eru mjög óvenjulegar. Deildin sem sinnir þessum verkefnum er lítil og mjög sérhæfð. Fáir sinna verkefnunum þar, eins og til dæmis ómskoðunum og við megum einfaldlega ekki við því að missa neinn í sóttkví eða einangrun.“ Almennt heimsóknabann gildir á legudeildum spítalans, annars vegar til að vernda viðkvæma sem þar liggja inni og hins vegar til að minnka umgang og vernda þannig starfsemina og starfsfólkið. Eins og er eru 40 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og sex í einangrun. Kvennadeildir Landspítala hafa gripið til ráðstafana í varúðarskyni vegna COVID-19.vísir/vilhelm „Það er ekkert plan B. Engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi.“ „Okkur finnst auðvitað afskaplega leiðinlegt að þurfa að grípa til þessara úrræða, en það væri líka rosalegt högg ef við misstum út einhverja starfsmenn vegna smits á þessum litlu deildum okkar. Það er ekkert plan B, engar aðrar deildir geta gripið þessa starfsemi,“ segir Hulda. Hún bendir á að víða á vinnustöðum sé verið að grípa til aðgerða, svo sem að skipta fólki upp eða aðskilja starfsstöðvar, en að engin slík ráð séu í boði á umræddum spítaladeildum. „Við höfum bara þessa einu starfsstöð. Þetta hefur gengið vel hingað til og fólk hefur almennt sýnt þessu skilning. Við vissum að þetta myndi eflaust mæta ákveðinni mótspyrnu og einhverjir yrðu reiðir en maður bara útskýrir af hverju við grípum til þessara ráða og vonandi stendur þetta ekki að eilífu. Þetta þýðir alls ekki að makar og aðstandendur séu ekki velkomnir, eins og einhverjir hafa sagt, en við neyðumst til að takmarka umgengnina eins og er.“ Allir sem eiga pantaða tíma á þessum deildum á morgun og framvegis fá sms um þessar nýju ráðstafanir svo fólk sé undir þær búið þegar það mætir. Einhverjir hafa reynt að stinga sér framhjá takmörkunum í dag. „Fólk reynir aðeins að tala okkur til en við erum fastar fyrir. Það er ekki hægt að leyfa sumum að koma inn, eitt verður að gilda fyrir alla,“ segir Hulda. „Auðvitað geta samt komið upp tilvik þar sem eitthvað alvarlegt er á seyði og þá verða makar eða aðrir aðstandendur að sjálfsögðu kallaðir til.“ Hulda segir engin frekari úrræði á dagskrá á þessum deildum eins og er. „Það er búið að biðla til starfsfólks að ferðast ekki til útlanda. Við ættum alls ekki að ferðast til hættusvæða og það er búið að fella niður allar námsferðir á vegum spítalans,“ segir hún. „Margir starfsmenn eru líka að takmarka umgengni sína úti í samfélaginu og fara ekki á stór mannamót. Við sýnum ábyrgð gagnvart okkar störfum, reynum að tryggja að við séum frísk og að það sé hægt að stóla á okkur.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Landspítalinn lokaður fyrir gestum Tekið hefur verið fyrir heimsóknir á Landspítalann til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir lokað verði fyrir heimsóknir á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi, og jafnvel lengur. 6. mars 2020 17:50