Fótbolti

Enginn leik­maður ársins á Eng­landi?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Henderson er fyrirliði toppliðsins Liverpool og Harry Maguire er fyrirliði Manchester United.
Jordan Henderson er fyrirliði toppliðsins Liverpool og Harry Maguire er fyrirliði Manchester United.

Það gæti farið sem svo að það verði ekki kosinn neinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni en enskir miðlar frá því að kosningin hefur verið stöðvuð vegna þess að enginn bolti er spilaður þessa stundina.

Það gerðist síðan árið 1973 að verðlaunin voru ekki veitt en hátíðarkvöldverður átti að fara fram á Victoria Warehouse í Manchester þann 26. apríl. Nú hefur þeim viðburði verið frestað, kosningin stöðvuð og ekki nein önnur dagsetning verið nefnd í þessu tilefni.

Jordan Henderson og Sadio Mane hjá Liverpool sem og Kevin de Bruyne hjá Manchester City voru taldir ansi líklegir að berjast um titilinn sem Virgil van Dijk hreppti á síðasta ári. Trent Alexander-Arnold var svo líklegur til þess að vera valinn efnilegastur.

Verðlaunin hafa verið veitt í 46 ár en nú hefur kórónuveiran sett strik í reikninginn. Kjörseðlar sem voru sendir út til félaganna hafa ekki verið innheimtir og nokkur félög hafa nú þegar ekki fengið sína kjörseðla.

Því hefur félög enska knattspyrnumanna sett þetta aftar á sinn lista og hafa frekar í huga að hjálpa leikmönnum og félögum í neðri deildum að komast í gegnum fjárhagserfiðleika vegna veirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×