Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 21:43 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring og heildarfjöldinn nálgast nú fimm milljónir. Alls er um að ræða 106 þúsund ný smit og sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að heimurinn ætti langt í land með að ná tökum á faraldrinum. Hann bætti við að nærri því tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum, án þess þó að taka fram hvaða ríki um væri að ræða. Þau fjögur ríki þar sem flestir eru smitaðir, svo vitað sé, eru Bandaríkin, Rússland, Brasilía og Bretland. Ghebreyesus tók einnig fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heimsins. Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19. Ghebreyesus sagði á fundinum að honum hefði borist bréf frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vildi ekki fara nánar út í það að öðru leyti en að verið væri að skoða það. Trump hefur gagnrýnt stofnunin harðlega og hefur hótað því að hætta fjárveitingum alfarið til hennar. Meðal annars hefur hann sakað WHO um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda. Búið er að tilkynna að viðbrögð WHO við upphafi faraldursins verði skoðuð nánar og farið í saumana á þeim. Ghebreyesus sagði að fáir kölluðu meira eftir gagnsæi en WHO. Það væri nauðsynlegt að skoða viðbrögðin hann sagði að sú skoðun yrði ítarleg. Hann vildi þó ekki segja hvenær hún muni fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Brasilía tekur fram úr bæði Spáni og Ítalíu Landið skipar nú fjórða sæti á lista yfir þau þar sem flest smit hafa komið upp. 17. maí 2020 19:15