Krónan standi ansi sterk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 20:00 Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson kynntu vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“ Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína um að lækka meginvexti bankans um 0,50 prósentur í morgun, viku fyrr en áætlað var. Þá var jafnframt ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu úr 1% niður í 0%. Sjá einnig: Heimilin sjái lægri vexti og fleiri haldi vinnunni „Við erum að losa um 40 milljarða fyrir bankana sem er þá í rauninni lausafé sem að þeir geta nýtt sér til að þjónusta sína viðskiptavini,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann kveðst ekki hafa teljandi áhyggjur af stöðu krónunnar. „Krónan hefur í rauninni staðist þessa árun mjög vel, við vorum með gríðarlegan viðskiptaafgang á síðasta ári, ég held að við höfum slegið einhver met í viðskiptaafgangi og það eru náttúrlega aðrir þættir sem eru að koma með henni, lægra olíuverð og lægri innflutningur þannig að við teljum að krónan standi ansi sterk,“ segir Ásgeir. Þá búi Seðlabankinn yfir 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Staða ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum sé aftur á móti áhyggjuefni. „Ég held ég sé ekki að fara að deila með þér minni verstu sviðsmynd. Við erum að sjá verulega truflun í ferðaþjónustunni, ferðaþjónustan hefur á síðustu árum risið upp sem ein helsta útflutningsgrein landsins og verður það áfram. Þetta er í rauninni bara tímabundið áfall,“ segir Ásgeir. Heilt yfir sé staðan góð til að bregðast við áföllum. „Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin eins og núna.“
Efnahagsmál Íslenska krónan Wuhan-veiran Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira