Grikkir hafna því að þeir reki leynifangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 15:53 Grikkir eru sakaðir um að brjóta á mannréttindum flóttafólks sem reynir að komast til Evrópu frá Tyrklandi. Vísir/EPA Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas. Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar þvertekur fyrir að hún reki leynifangelsi þar sem flóttafólki er haldið og neitað um að leggja fram hælisumsókn eða ræða við lögfræðing. New York Times greindi frá leynifangelsinu sem er sagt nærri landamærum Grikklands og Tyrklands. Tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna hafa reynt að komast inn í Grikkland eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að halda þeim ekki lengur þar og byrjaði að flytja þá að landamærunum. Grikkir lokuðu landamærunum og hættu að taka við hælisumsóknum í kjölfarið. Lýsingar flóttamanna sem New York Times ræddi við voru á þá leið að þeir hefðu verið fluttir í fangageymslu þar sem þeir fengu hvorki að tala við lögfræðing né leggja fram umsókn um alþjóðlega vernd. Lögreglumenn hafi svo flutt þá aftur yfir til Tyrklands. Fyrrverandi sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna sagðist telja aðfarir Grikkja stríða gegn alþjóðalögum. Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði fyrirspurn New York Times um leynifangelsið ekki beint. Nú fullyrðir hann að ekkert sé hæft í fréttinni. Algert gegnsæi ríki um landamæraeftirlit og öryggi þar. Stjórnarskrá Grikklands sé virt. „Það eru engin leynifangelsi í Grikklandi,“ segir Petsas sem færði einnig rök fyrir því að ef alþjóðlegt dagblað vissi um fangelsið væri það ekki leynilegt, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá hafnaði Petsas því að grískir her- eða lögreglumenn hefðu drepið flóttamenn á landamærunum. New York Times vísaði í myndbandsupptökur og framburð vitna um að í það minnsta einn sýrlensku flóttamaður hefði verið skotinn til bana í síðustu viku. „Við höfum hafnað afdráttarlaust að slíkt hafi verið á ferðinni, að minnsta kosti af hálfu Grikklands…Þetta er skipulagður tyrkneskur áróður og dreifing falsfrétta,“ sagði Petsas.
Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13