Hrósaði Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Atvikið fræga á HM sumarið 2014. Báðir sitja þeir þarna í grasinu eftir samskipti sín. Giorgio Chiellini er að drepast í öxlinni eftir bitið en Luis Suarez heldur um tennurnar sem höfðu áður farið á bólakaf í öxl Ítalans. EPA/EMILIO LAVANDEIRA JR Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum. HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum.
HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira