Segja óljóst hvernig ríkisstjórnin hyggst útfæra aðgerðirnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:35 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn. Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja jákvætt að ríkisstjórnin bregðist við efnahagsáhrifum af völdum kórónuveirunnar. Aftur á móti þykir þeim nokkuð óljóst hvernig stendur til að útfæra þessar aðgerðir. Stjórnarandstaðan kallaði eftir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðuna í efnahagsmálum og mun forsætisráðherra flytja munnlega skýrslu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þingfundi á morgun. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem telur aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðaði í gær vera óljósar. „Það er svolítið erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað mér finnst um þær. Það þarf að koma frekari skýring á þeim. Hins vegar þykir okkur í Samfylkingunni mjög mikilvægt að það sé tryggt eins og hægt er að fyrirtæki haldi áfram í rekstri og reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi eins og mögulegt er þannig að við styðjum slíkar aðgerðir,“ segir Oddný. „Gamaldags aðferðir“ dugi ekki einar og sér Þá taki Samfylkingin heilshugar undir athugasemdir Alþýðusambands Íslands sem telur skorta á félagslegar aðgerðir og samtal við verkalýðshreyfinguna í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær. „Það er alls ekki nóg að hafa aðeins samráð við fjármálafyrirtæki og samtök atvinnulífsins í þessari stöðu. Það er ekki hægt heldur að beita þessum gamaldags aðgerðum í gegnum peningastefnu og ríkisfjármál eingöngu. Þetta er mjög sérstök staða og sérstaklega ástandið sem skapast á meðan faraldurinn er að ganga yfir. Við þurfum að horfa á skemmtanaiðnaðinn, við þurfum að horfa á einyrkjana og þetta eru blandaðar aðgerðir sem að við þurfum að fara í og passa að enginn verði útundan,“ segir Oddný. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir hljóðið þungt meðal atvinnurekenda. „Óvissan sem við erum að horfa framan í núna svona næstu þrjá til sex mánuðina myndi ég segja er án fordæma. Það kallar á mjög afgerandi og skýrar aðgerðir þannig að fyrirtæki viti alveg að hverju þau gangi þegar að kemur að stuðningi frá ríkinu,“ segir Þorsteinn. „Og það var því miður í þessum sjö atriðum sem tínd voru til í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær sáralítið að finna þar annað heldur en að gistináttagjaldið yrði fellt niður sem er milljarður á ári í góðu ári fyrir ríkissjóð.“ Spurður hvort ekki sé eðlilegt að aðgerðir hafi ekki verið fyllilega útfærðar á þessu stigi, í ljósi óvissunnar sem uppi er og þess hve hratt forsendur hafa breyst, segist Þorsteinn vona að ríkisstjórnin taki ekki of langan tíma í að ákvarða útfærslu. „Því að við erum að horfa á tveggja til fjögurra mánaða neyðarástand myndi ég segja og við ætlum að bregðast við því með slíkum hætti. Við eigum að koma með afgerandi aðgerðir strax þannig að atvinnulífið og heimilin viti að hverju þau ganga,“ segir Þorsteinn. Getum tekið talsvert högg Hvað varðar að setja aukinn kraft í opinberar framkvæmdir hljóti það að vera svo að fyrir liggi verkefni sem þegar sé hafinn undirbúningur að sem ætti að vera hægt að ráðast í strax. „Það er blessunarlega vill svo til að ríkissjóður er vel staddur. Við getum tekið talsvert högg á ríkissjóð tímabundið og það er auðvitað, til þess að við séum heldur ekki að mála skrattann á vegginn of dökkum litum hér, þetta er tímabundin skörp niðursveifla. En það er engin ástæða til að ætla annað en að við réttum svo nokkuð hratt úr kútnum aftur og það réttlætir eiginlega enn frekar að ríkissjóður komi með ákveðnum hætti inn núna,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Efnahagsmál Wuhan-veiran Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira