Ragnar Sigurðsson spilaði síðari hálfleikinn í dag er dönsku meistararnir í FCK gerðu 2-2 jafntefli við OB í æfingaleik í Danmörku. Aðstoðarþjálfari OB gerði jöfnunarmarkið.
Dönsku liðin byrjuðu að æfa í síðustu viku og eru byrjuð að spila æfingaleiki til þess að undirbúa sig undir byrjun deildarinnar en danska úrvalsdeildin fer aftur að rúlla um næstu helgi.
Ragnar Sigurðsson byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik er staðan var 2-0 fyrir FCK þar sem þeir Mohamed Daramy og Pep Biel höfðu skorað fyrir Kaupmannahafnarliðið í fyrri hálfleik.
Sådan indleder vi 2. halvleg - det bliver dejligt at se JONAS WIND på banen igen #fcklive #fckob 2-0 pic.twitter.com/VJd0CC7WtL
— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) May 22, 2020
OB minnkaði muninn í síðari hálfleik með marki Moses Opondo eftir vandræðagang í vörn FCK og fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Henrik Hansen. Hansen er ekki leikmaður OB heldur aðstoðarþjálfari en vegna þunnskipaðs leikmannahóps þurfti hann að koma inn á.
Hann þakkaði þjálfarateyminu traustið og jafnaði metin í 2-2 eftir laglega vippu eftir að Kalle Johnsson, markvörður FCK, hafði nánast gefið boltann á hann. Lokatölur 2-2 en eins og áður segir byrjar danski boltinn um næstu helgi.
Mohamed Daramy og Pep Biel bragte løverne foran i 1. halvleg, men efter pausen kom fynboerne tilbage og udlignede til slutcifrene 2-2. Se mål og højdepunkter her #fcklive #sldk https://t.co/xlXvdoRdJy
— F.C. København (@FCKobenhavn) May 22, 2020