Viðskipti innlent

Árni Magnússon nýr forstjóri ÍSOR

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Árni Magnússon er nýr forstjóri ÍSOR.
Árni Magnússon er nýr forstjóri ÍSOR. Vísir

Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR.

Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR.

Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. 

Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. 

„Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×