Segir málsmeðferðina stórskrítna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2020 13:31 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Vísir/Egill Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Úrskurðanefnd Umhverfis og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja 27. september 2018. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi sem veittu ráðherra málaflokksins leyfi til að veita bráðabirgðarekstraleyfi. Félagasamtökin Landvernd kvörtuðu til ESA því þau töldu að lagasetningin stæðist ekki EES-reglur um umhverfismat. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, segir að meðferð málsins á Alþingi hafa verið stórskrítna. Frumvarpið var lagt fram og samþykkt samdægurs. „Þetta er dæmi um það hvað er mikilvægt að við rösum ekki úr ráði fram og að við förum varlega í þessar ákvarðanatökur þegar er verið að breyta lögum. Að það sé opið og gagnsætt samráð, allar upplýsingar séu upp á borðum.“ Auður segir að Landvernd hefði fylgt málinu eftir fundum með þingflokkunum. „Þegar þetta var lagt fyrir á alþingi að þá var enginn sem greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi sem sýnir bara að upplýsingarnar sem þingmenn fengu voru ekki réttar. Ég vona að þetta dæmi verði til þess að svona muni ekki gerast aftur. Að lög sem eru alls ekki neyðartilfelli að þau verði ekki sett með þessum hætti heldur verði mjög vandað til ákvarðanatökunnar.“ Aðspurð hvaða þýðingu ákvörðunin hefur segir Auður. „Ákvörðunin ætti að þýða það að þau verði felld úr gildi, þau samræmast ekki EES-reglum þannig að þau geta ekki staðið eins og þau eru. Þetta hefur ekki þýðingu fyrir fiskeldisfyrirtækin sem fengu þessi ólöglegu rekrarleyfi því þau eru núna komin með fullgild rekstrarleyfi en í framhaldinu þýðir þetta að það verður ekki hægt að beita þessum ráðum sem sjávarútvegsráðherra vildi beita í þágu þessara tveggja fyrirtækja,“ segir Auður. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA. Úrskurðanefnd Umhverfis og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja 27. september 2018. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi sem veittu ráðherra málaflokksins leyfi til að veita bráðabirgðarekstraleyfi. Félagasamtökin Landvernd kvörtuðu til ESA því þau töldu að lagasetningin stæðist ekki EES-reglur um umhverfismat. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, segir að meðferð málsins á Alþingi hafa verið stórskrítna. Frumvarpið var lagt fram og samþykkt samdægurs. „Þetta er dæmi um það hvað er mikilvægt að við rösum ekki úr ráði fram og að við förum varlega í þessar ákvarðanatökur þegar er verið að breyta lögum. Að það sé opið og gagnsætt samráð, allar upplýsingar séu upp á borðum.“ Auður segir að Landvernd hefði fylgt málinu eftir fundum með þingflokkunum. „Þegar þetta var lagt fyrir á alþingi að þá var enginn sem greiddi atkvæði gegn þessu frumvarpi sem sýnir bara að upplýsingarnar sem þingmenn fengu voru ekki réttar. Ég vona að þetta dæmi verði til þess að svona muni ekki gerast aftur. Að lög sem eru alls ekki neyðartilfelli að þau verði ekki sett með þessum hætti heldur verði mjög vandað til ákvarðanatökunnar.“ Aðspurð hvaða þýðingu ákvörðunin hefur segir Auður. „Ákvörðunin ætti að þýða það að þau verði felld úr gildi, þau samræmast ekki EES-reglum þannig að þau geta ekki staðið eins og þau eru. Þetta hefur ekki þýðingu fyrir fiskeldisfyrirtækin sem fengu þessi ólöglegu rekrarleyfi því þau eru núna komin með fullgild rekstrarleyfi en í framhaldinu þýðir þetta að það verður ekki hægt að beita þessum ráðum sem sjávarútvegsráðherra vildi beita í þágu þessara tveggja fyrirtækja,“ segir Auður.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira