Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 18:04 Síðan hefur í nú verið tekin niður að ósk embættisins. Getty/NurPhoto - Skjáskot Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðkomandi fari í sóttkví. Embætti landlæknis hefur fengið veður af síðunni og tilkynnt hana til Facebook, eiganda Instagram. Hún hefur í kjölfarið verið tekin niður. RÚV fjallaði fyrst um málið og vísar þar í skilaboð frá Instagram-notandanum sem gekk undir heitinu landlaeknir. Í þeim er einstaklingur beðinn um að fara í tólf daga sóttkví vegna samskipta sinna við nafngreindan aðila sem reyndist vera sýktur. Fólk aldrei boðað í sóttkví á samfélagsmiðlum Aðspurður segist Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að embættið hafi ekki orðið vart við fleiri síður af þessu tagi. „Við vitum ekkert hvort að þetta hafi valdið einhverjum skaða eða eitthvað slíkt, að einhver hafi farið í sóttkví án þess að þurfa að fara í sóttkví, en það sem mér finnst kannski mikilvægt fyrir fólk að vita er að þeir sem eru boðaðir í sóttkví munu fá boð um það símleiðis eða með öðrum hætti í gegnum almannavarnir.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við myndum aldrei koma svona upplýsingum áleiðis í gegnum samfélagsmiðla, það mun ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum.“ Embættið hefur að hans sögn verið í hjálplegum samskiptum við fulltrúa Facebook í dag og fengið ráð um það hvernig koma megi í veg fyrir að þetta gerist aftur. Kjartan segir það jafnvel koma til greina að Embætti landlæknis stofni sinn eiginn reikning á Instagram. Búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga „Við náttúrulega erum á Facebook og Twitter, við höfum ekki verið virk á Instagram og þess vegna sá líklega einhver tækifæri í þessu.“ Einnig sé búið að tryggja öryggi annarra samfélagsmiðlareikninga á vegum embættisins. „Þetta er snýst alls ekki um það að einhver hafi brotist inn í neitt eða neitt slíkt. Það hefur bara einhver séð færi á því að við værum ekki með aðgang á Instagram og einfaldlega stofnaði slíkan.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Netöryggi Tengdar fréttir Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55 Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. 12. mars 2020 16:55
Kristján Loftsson sá elsti með kórónuveiruna Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf er smitaður af kórónuveirunni líkt og Auðbjörg Steinbach eiginkona hans. 12. mars 2020 16:21
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08