Hiti á landinu í dag verður á bilinu 6-15 stig. Hlýjast verður á norðurlandi.
Sunnan- og vestanlands verður suðaustanátt, 10-18 metrar á sekúndu. Heldur hægari sunnanátt. Í kringum hádegi bætir í úrkomu.
Norðaustantil verður hægari vindur og bjartviðri framan af degi. Síðdegis bætir í suðaustanáttina, 8-15 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Síðan ætti að draga úr vindi og stytta víða upp í kvöld.
Veður næstu daga, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:
Þriðjudagur:
Vestan og suðvestan 8-13 og skúrir, en 15-20 m/s með suðurströndinni framan af degi. Hiti 5 til 13 stig, mildast suðaustantil.
Miðvikudagur:
Suðvestan 10-15 og rigning, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 6 til 12 stig.
Fimmtudagur:
Sunnan 8-13 og rigning, en úrkomulítið norðanlands. Hlýnar heldur.
Föstudagur:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 9 til 15 stig.
Laugardagur:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt með dálitlum skúrum. Milt í veðri.