Norræna siglir farþegalaus til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2020 06:26 Hér má sjá Norrænu sigla frá Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Seyðisfjarðar. Getty/ullstein bild Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum. Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Farþegaferjan MS Norræna siglir ekki með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar eins og til hafði staðið. Vöruflutningar halda þó áfram. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Smyril Line, sem rekur ferjuna. Þó svo að engin ástæða sé tilgreind fyrir ákvörðuninni má ætla að útbreiðsla kórónuveirunnar leiki þar lykilhlutverk, en tilkynningin flokkast undir „upplýsingar um Covid-19“ á vefsíðu Norrænu. Áður hefur verið gripið til almennra ráðstafana í ferjunni; búið er að fjölga handþvottastöðvum, þrif aukin og farþegum sem sýna einkenni kórónuveirusmits hefur verið meinaður aðgangur. Nú hefur hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta ferðafyrirkomulaginu. Norræna sigldi frá Færeyjum til Danmerkur í gær og mun sigla aftur til baka á morgun. Ferjan siglir síðan áfram til Íslands - farþegalaus. „Hverjum þeim sem hóf ekki ferðalag sitt eða er ekki á heimleið verður bannað að ferðast með MS Norrænu,“ segir auk þess í tilkynningunni og bætt við að ölllum þeim sem „þurfa ekki að ferðast“ verði ekki hleypt inn í ferjuna. Smyril Line segist jafnframt ætla að styðjast við þetta fyrirkomulag til 28. mars næstkomandi, nema annað verði sérstaklega tekið fram. Uppfært kl. 7:10 Samkvæmt upplýsingum frá Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Smyril Line á Íslandi, mun Norræna halda vöruflutningum sínum til Íslands áfram. Ferjan mun hins vegar ekki sigla með farþega frá Færeyjum til Seyðisfjarðar næstu tvær vikurnar. Fréttin hefur verið uppfærð með þessum upplýsingum.
Samgöngur Færeyjar Danmörk Norræna Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira