Fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið rakið aftur til 17. nóvember Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 07:43 Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á kínverskt samfélag síðustu mánuði. Önnur ríki heims hafa einnig verið að grípa til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Getty Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst. Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst.
Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira