Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer var einn örfárra áhorfenda á leik Bayern Munchen og Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í gær og sá þar sína menn vinna 5-2 sigur.
Leikið er fyrir luktum dyrum í Þýskalandi en Beckenbauer var boðið á leikinn af Karl-Heinz Rummenigge, vini sínum og stjórnarmanni Bayern Munchen og sátu þeir félagarnir í heiðursstúkunni ásamt Uli Höness, forseta félagsins og fleiri fyrirmennum.
„Þrátt fyrir þessar kringumstæður var þetta frábær fótboltaleikur. Bæði lið eiga hrós skilið,“ segir hinn 74 ára gamli Beckenbauer.
„Það er hægt að halda þessu svona á meðan allir fylgja reglunum. Þetta er ekki gott fyrir fótboltaáhugamanninn þar sem þeir komast ekki á völlinn en þetta breytir engu fyrir leikmennina,“ segir Beckenbauer sem vann allt sem hægt var að vinna á mögnuðum leikmannaferli sínum frá 1964-1983.
Franz #Beckenbauer über Geisterspiele in der #Bundesliga: "Die Qualität hat nicht gelitten im Gegenteil" #FCBayern
— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) May 24, 2020
https://t.co/ZbIEM4HjAT pic.twitter.com/1PaVbRkXbD