Spegla sig mikið í hvor annarri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2020 11:00 Magnea Einarsdóttir og Anita Hirlekar í nýja sýningarrýminu sínu. Þær segja að það hafi verið of dýrt að leigja verslunarrými í miðbænum. Vísir/Vilhelm Fatahönnuðirnir Magnea Einarsdóttir og Anita Hirlekar kynntust í fatahönnunarnámi í Central Saint Martins í London. Þær hafa staðið þétt saman síðan þær fluttu til Íslands og eru bæði stuðningur og hvatning hvor fyrir aðra. Þær lokuðu verslun sinni A.M. concept space á Garðastræti fyrir ári til að einblína frekar á vefverslun og erlenda markaði en bjóða viðskiptavinum sem það kjósa að máta og versla í nýju sýningarrými í Sundaborg 5. „Við kynntumst í London fyrir allavega tíu árum síðan. Þegar maður heyrir íslensku á ganginum í skólanum þá byrjar maður bara að tala saman,“ segir Magnea um það hvernig þær urðu vinkonur. Þær útskrifuðust báðar árið 2012 úr BA náminu og unnu saman að verkefnum í tengslum við námið og áttuðu sig strax á því að þær vinna mjög vel saman. Magnea flutti til Íslands áður og þegar Anita flutti heim þá hófst þeirra samstarf nánast samstundis. Mynd/Magnea Einarsdóttir „Við vorum með svipaða hugmyndafræði. Við vorum líka með svipaðar tengingar úti. Við vorum með sömu markmið og áherslurnar sem við lærðum í skólanum og vildum vinna áfram með,“ útskýrir Anita. „Maður er einyrki eins og svo margir hönnuðir á Íslandi og þarf að sinna öllum hliðum rekstursins og þá er svo mikill styrkur í því að hafa einhvern annan á hliðarlínunni. Við speglum okkur mikið í hvor annarri. Stundum er nóg að segja bara hlutina upphátt þegar maður er í ákvörðunartöku, til þess að átta sig betur á því sem maður er að hugsa,“ segir Magnea. Mynd/Anita Hirlekar Mikill tími fór í verslunina Þær eru nú með sýningarrými með mátunarklefa í Sundaborg 5 þar sem viðskiptavinir geta mátað og skoðað hönnun þeirra og sýningargripi. Í sama rými eru þær með góða vinnuaðstöðu en samhliða því reka bæði Anita og Magnea alþjóðlegar netverslanir og senda flíkur sínar um allan heim. Anita telur að í kringum helmingur pantana sinna komi erlendis frá. „Við erum að leggja meiri áherslu á að auka útflutning á hönnun okkar en þó á sama tíma viljum við halda í þessa persónulega þjónustu við kúnnana okkar hér heima og því er vinsælt að skoða úrvalið á netsíðum okkar og koma svo og máta í sýningarrýminu og sjá einnig stíla sem eru meira „one-off“ og prótótýpur." Magnea bætir við að þegar hönnuðir eru með verslun, fari mikill tími í það og stór hluti af plássinu. Nú eru þær með meira vinnurými fyrir sig og geta stjórnað opnuninni og því einbeitt sér algjörlega að hönnun sinni og verkefnum þegar á þarf að halda. Anita tekur undir þetta. Magnea segist einbeita sér að því að láta línurnar í prjónaflíkum sínum elta línur líkamans. Vísir/Vilhelm Hrífst af einföldum formum Magnea og Anita eru báðar að vinna í línum sem verða frumsýndar á Hönnunarmars 2020. „Línan mín samanstendur af kjólum og peysum úr merino ull ásamt silkisettum og kjólum. Bæði litir og snið eru fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið flík við sitt hæfi,“ segir Magnea um fötin sem nú hanga í sýningarrými þeirra. „Ég vinn mikið með andstæður, bæði í lita- eða efnisvali. Í prjóninu nota ég til dæmis dökkan lit á móti ljósum sem býr til ákveðna skerpu og í munstrinu leik ég mér að því að línurnar í prjóninu elti línur líkamans. Snið kjólanna eru mjög kvenleg og „flattering“ en peysurnar afslappaðri og meira „loose.“ Íslenska ullin er alltaf með og leynist nú inni í silkiflíkunum sem fínleg smáatriði og algjör andstæða við efnið sem er létt og glansandi.“ Magnea segir að hún hanni öll sín efni sjálf og hafi því einbeitt sér að því að gera ferska hluti í prjóni. „Ég byrja á því að skapa efnið og vinn svo sniðin þannig að það fái að njóta sín. Ég hrífst af einföldum formum, gef smáatriðum og frágangi gaum og hanna flíkur sem endurspegla það, eru tímalausar og standa fyrir gæði og notagildi.“ Anita hefur þróað blómamunstrið í vetrarlínu sinni síðustu tvö ár en hún er þekkt fyrir litríka kjóla. Vísir/Vilhelm Afmynduð en listræn „Vetralínan 19 sem hangir núna hjá okkur eru mest megnis kjólar og toppar og klútar úr litríkum, listrænum blómamunstrum sem ég þróaði og teiknaði yfir rúmlega tveggja ára tímabili. Ég sýndi línuna fyrst í Safnahúsinu á Hönnunarmars 2019 en aðal áherslan var klassískt kvenleg snið með ferskum litasamsetningum,“ segir Anita um sína línu. „Innblásturinn sæki ég langoftast út frá myndlist og vinn textílinn út frá henni. Ég skoðaði mikið verk eftir Henry Matisse, Nínu Tryggvadóttir en í hönnunarferlinu langaði mig að taka fyrir blóma munstur sem er ákveðin klisja í munstursgerð en áskorunin var að vinna með munstrin á óhefðbundin hátt, blómin eru frekar afmynduð en listræn en ég lagði mjög mikla vinnu í litina. Áskorunin var að nota óvenjulegar litasamsetningar á nýjan ferskan hátt.“ Anita segir að hún leggi alltaf mikla áherslu á að hver flík sé einstök. „Engin flík er eins og þar með talið print kjólarnir. Ég hannaði munstrin á þeim skala að það er eiginlega ómögulegt að ná nákvæmlega eins flík og hver og einn kjóll til dæmis er mjög ólíkur öðrum þó þeir séu gerðir úr sama munstri. Ég reyni alltaf að framleiða sem mest á Íslandi en þannig eru kolefnisspor minni og varan sérstakari. Textíllinn er það sem við leggjum mesta vinnu við í hönnuninni, en ég vinn í mörgum textílaðferðum, til dæmis útsaumi, printi og handþæfingu, en markmiðið er alltaf að koma með fram með áhugaverðan og fallegan klæðnað fyrir konur.“ Frá vetrarlínu Anitu HirlekarMyndir/Anita Hirlekar Vinnur best með margt í gangi Magnea og Anita vinna nú báðar að fatalínu fyrir næsta ár sem verða báðar frumsýndar á HönnunarMars. Magnea segist þakklát fyrir að verkefnið sitt sé styrkt af hönnunarsjóði. Hún ætlar samhliða þessu að halda áfram að byggja upp merki sitt bæði hér heima og erlendis. „Ég er alltaf að byggja á sama grunni og vinna að því að styrkja vörumerkið á sama tíma og ég kynni nýjar vörur. Í nýju línunni verða því kunnugleg „andlit“ í bland við ný en ég gef ekki meira upp að svo stöddu.“ Anita segir að sín lína sé í undirbúningi og muni bara koma í ljós þegar nær dregur. Þær ætla því augljóslega ekki að ljóstra upp of miklu fyrr en á tískusýningum sínum í mars. „Ég er að þróa textíl fyrir næstu línu og þróa nýja hluti, það er margt í gangi í einu en þannig vinn ég best. Ég er einnig á fullu að sinna netversluninni sem við opnuðum í vetur en með því erum við búin að auka útflutning talsvert. Ég er á fullu í hugmyndavinnu fyrir næstu línu sem verður kynnt í byrjun árs. Markmiðið er að sýna vinnu sem ég er búin að þróa síðast liðin tvö ár,“ segir Anita. Frá vetrarlínu Magneu Einars.Myndir/Magnea Einarsdóttir Engu er hent Umhverfissjónarmið og sjálfbærni skipar hlutverk í fyrirtækjum hönnuðanna. Magnea segist mjög meðvituð um hraðann og offramleiðsluna sem á sér stað innan tískuiðnaðarins og áhrifin sem það hafi á umhverfið. „Ég vil bjóða upp á klassískar gæðaflíkur til að taka þátt í að sporna gegn þessu. Ég framleiði það sem ég get hérna heima og það sem ég læt gera úti er innan Evrópu í verksmiðjum sem ég hef heimsótt sjálf.“ Anita segist líka reyna að framleiða minna magn af hverjum stíl. „Ákvarðanirnar eru teknir út frá umhverfissjónarmiðum. Ég reyni að vinna textílinn sem mest á Íslandi, og vera vakandi fyrir sóun. Engu er hent til dæmis. Svo eru auðvitað gæði, veljum alltaf efni sem eru talin umhverfisvæn og það er áframhaldandi markmið að reyna að nýta allt efnið, sniðin eru þróuð út frá þeirri hugsun. Mér finnst mjög mikilvægt að vera sem mest inni í framleiðsluferlinu en ákvarðanir geta breyst ef maður sér til dæmis að efni eru illa nýtt í ákveðið form, þá reynum við alltaf að finna lausnir, alveg fram að síðasta smáatriði.“ Það skiptir þær vinkonurnar miklu máli að reyna að vera umhverfisvænir hönnuðir. „Alveg frá því ég var í náminu mínu úti hef ég verið heilluð af því að kanna möguleika á hráefnum og framleiðslumöguleikum hér á Íslandi með það í huga að minnka kolefnissporið og stuðla að meiri sjálfbærni. Það liggur beint við að vinna með ullina þar sem ég er prjónahönnuður. Ákveðnar vörur eru því alltaf framleiddar á Íslandi úr íslensku efni og þannig er ég að skapa tískuvöru og verðmæti úr því sem við eigum hér en það er líka áskorun því möguleikarnir eru takmarkaðir. Það er þó að mínu mati svo skemmtilegt þar sem mín reynsla er að neyðin kenni naktri konu að spinna,“ segir Magnea að lokum. Helgarviðtal Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Stærsta þorrablót landsins Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatahönnuðirnir Magnea Einarsdóttir og Anita Hirlekar kynntust í fatahönnunarnámi í Central Saint Martins í London. Þær hafa staðið þétt saman síðan þær fluttu til Íslands og eru bæði stuðningur og hvatning hvor fyrir aðra. Þær lokuðu verslun sinni A.M. concept space á Garðastræti fyrir ári til að einblína frekar á vefverslun og erlenda markaði en bjóða viðskiptavinum sem það kjósa að máta og versla í nýju sýningarrými í Sundaborg 5. „Við kynntumst í London fyrir allavega tíu árum síðan. Þegar maður heyrir íslensku á ganginum í skólanum þá byrjar maður bara að tala saman,“ segir Magnea um það hvernig þær urðu vinkonur. Þær útskrifuðust báðar árið 2012 úr BA náminu og unnu saman að verkefnum í tengslum við námið og áttuðu sig strax á því að þær vinna mjög vel saman. Magnea flutti til Íslands áður og þegar Anita flutti heim þá hófst þeirra samstarf nánast samstundis. Mynd/Magnea Einarsdóttir „Við vorum með svipaða hugmyndafræði. Við vorum líka með svipaðar tengingar úti. Við vorum með sömu markmið og áherslurnar sem við lærðum í skólanum og vildum vinna áfram með,“ útskýrir Anita. „Maður er einyrki eins og svo margir hönnuðir á Íslandi og þarf að sinna öllum hliðum rekstursins og þá er svo mikill styrkur í því að hafa einhvern annan á hliðarlínunni. Við speglum okkur mikið í hvor annarri. Stundum er nóg að segja bara hlutina upphátt þegar maður er í ákvörðunartöku, til þess að átta sig betur á því sem maður er að hugsa,“ segir Magnea. Mynd/Anita Hirlekar Mikill tími fór í verslunina Þær eru nú með sýningarrými með mátunarklefa í Sundaborg 5 þar sem viðskiptavinir geta mátað og skoðað hönnun þeirra og sýningargripi. Í sama rými eru þær með góða vinnuaðstöðu en samhliða því reka bæði Anita og Magnea alþjóðlegar netverslanir og senda flíkur sínar um allan heim. Anita telur að í kringum helmingur pantana sinna komi erlendis frá. „Við erum að leggja meiri áherslu á að auka útflutning á hönnun okkar en þó á sama tíma viljum við halda í þessa persónulega þjónustu við kúnnana okkar hér heima og því er vinsælt að skoða úrvalið á netsíðum okkar og koma svo og máta í sýningarrýminu og sjá einnig stíla sem eru meira „one-off“ og prótótýpur." Magnea bætir við að þegar hönnuðir eru með verslun, fari mikill tími í það og stór hluti af plássinu. Nú eru þær með meira vinnurými fyrir sig og geta stjórnað opnuninni og því einbeitt sér algjörlega að hönnun sinni og verkefnum þegar á þarf að halda. Anita tekur undir þetta. Magnea segist einbeita sér að því að láta línurnar í prjónaflíkum sínum elta línur líkamans. Vísir/Vilhelm Hrífst af einföldum formum Magnea og Anita eru báðar að vinna í línum sem verða frumsýndar á Hönnunarmars 2020. „Línan mín samanstendur af kjólum og peysum úr merino ull ásamt silkisettum og kjólum. Bæði litir og snið eru fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið flík við sitt hæfi,“ segir Magnea um fötin sem nú hanga í sýningarrými þeirra. „Ég vinn mikið með andstæður, bæði í lita- eða efnisvali. Í prjóninu nota ég til dæmis dökkan lit á móti ljósum sem býr til ákveðna skerpu og í munstrinu leik ég mér að því að línurnar í prjóninu elti línur líkamans. Snið kjólanna eru mjög kvenleg og „flattering“ en peysurnar afslappaðri og meira „loose.“ Íslenska ullin er alltaf með og leynist nú inni í silkiflíkunum sem fínleg smáatriði og algjör andstæða við efnið sem er létt og glansandi.“ Magnea segir að hún hanni öll sín efni sjálf og hafi því einbeitt sér að því að gera ferska hluti í prjóni. „Ég byrja á því að skapa efnið og vinn svo sniðin þannig að það fái að njóta sín. Ég hrífst af einföldum formum, gef smáatriðum og frágangi gaum og hanna flíkur sem endurspegla það, eru tímalausar og standa fyrir gæði og notagildi.“ Anita hefur þróað blómamunstrið í vetrarlínu sinni síðustu tvö ár en hún er þekkt fyrir litríka kjóla. Vísir/Vilhelm Afmynduð en listræn „Vetralínan 19 sem hangir núna hjá okkur eru mest megnis kjólar og toppar og klútar úr litríkum, listrænum blómamunstrum sem ég þróaði og teiknaði yfir rúmlega tveggja ára tímabili. Ég sýndi línuna fyrst í Safnahúsinu á Hönnunarmars 2019 en aðal áherslan var klassískt kvenleg snið með ferskum litasamsetningum,“ segir Anita um sína línu. „Innblásturinn sæki ég langoftast út frá myndlist og vinn textílinn út frá henni. Ég skoðaði mikið verk eftir Henry Matisse, Nínu Tryggvadóttir en í hönnunarferlinu langaði mig að taka fyrir blóma munstur sem er ákveðin klisja í munstursgerð en áskorunin var að vinna með munstrin á óhefðbundin hátt, blómin eru frekar afmynduð en listræn en ég lagði mjög mikla vinnu í litina. Áskorunin var að nota óvenjulegar litasamsetningar á nýjan ferskan hátt.“ Anita segir að hún leggi alltaf mikla áherslu á að hver flík sé einstök. „Engin flík er eins og þar með talið print kjólarnir. Ég hannaði munstrin á þeim skala að það er eiginlega ómögulegt að ná nákvæmlega eins flík og hver og einn kjóll til dæmis er mjög ólíkur öðrum þó þeir séu gerðir úr sama munstri. Ég reyni alltaf að framleiða sem mest á Íslandi en þannig eru kolefnisspor minni og varan sérstakari. Textíllinn er það sem við leggjum mesta vinnu við í hönnuninni, en ég vinn í mörgum textílaðferðum, til dæmis útsaumi, printi og handþæfingu, en markmiðið er alltaf að koma með fram með áhugaverðan og fallegan klæðnað fyrir konur.“ Frá vetrarlínu Anitu HirlekarMyndir/Anita Hirlekar Vinnur best með margt í gangi Magnea og Anita vinna nú báðar að fatalínu fyrir næsta ár sem verða báðar frumsýndar á HönnunarMars. Magnea segist þakklát fyrir að verkefnið sitt sé styrkt af hönnunarsjóði. Hún ætlar samhliða þessu að halda áfram að byggja upp merki sitt bæði hér heima og erlendis. „Ég er alltaf að byggja á sama grunni og vinna að því að styrkja vörumerkið á sama tíma og ég kynni nýjar vörur. Í nýju línunni verða því kunnugleg „andlit“ í bland við ný en ég gef ekki meira upp að svo stöddu.“ Anita segir að sín lína sé í undirbúningi og muni bara koma í ljós þegar nær dregur. Þær ætla því augljóslega ekki að ljóstra upp of miklu fyrr en á tískusýningum sínum í mars. „Ég er að þróa textíl fyrir næstu línu og þróa nýja hluti, það er margt í gangi í einu en þannig vinn ég best. Ég er einnig á fullu að sinna netversluninni sem við opnuðum í vetur en með því erum við búin að auka útflutning talsvert. Ég er á fullu í hugmyndavinnu fyrir næstu línu sem verður kynnt í byrjun árs. Markmiðið er að sýna vinnu sem ég er búin að þróa síðast liðin tvö ár,“ segir Anita. Frá vetrarlínu Magneu Einars.Myndir/Magnea Einarsdóttir Engu er hent Umhverfissjónarmið og sjálfbærni skipar hlutverk í fyrirtækjum hönnuðanna. Magnea segist mjög meðvituð um hraðann og offramleiðsluna sem á sér stað innan tískuiðnaðarins og áhrifin sem það hafi á umhverfið. „Ég vil bjóða upp á klassískar gæðaflíkur til að taka þátt í að sporna gegn þessu. Ég framleiði það sem ég get hérna heima og það sem ég læt gera úti er innan Evrópu í verksmiðjum sem ég hef heimsótt sjálf.“ Anita segist líka reyna að framleiða minna magn af hverjum stíl. „Ákvarðanirnar eru teknir út frá umhverfissjónarmiðum. Ég reyni að vinna textílinn sem mest á Íslandi, og vera vakandi fyrir sóun. Engu er hent til dæmis. Svo eru auðvitað gæði, veljum alltaf efni sem eru talin umhverfisvæn og það er áframhaldandi markmið að reyna að nýta allt efnið, sniðin eru þróuð út frá þeirri hugsun. Mér finnst mjög mikilvægt að vera sem mest inni í framleiðsluferlinu en ákvarðanir geta breyst ef maður sér til dæmis að efni eru illa nýtt í ákveðið form, þá reynum við alltaf að finna lausnir, alveg fram að síðasta smáatriði.“ Það skiptir þær vinkonurnar miklu máli að reyna að vera umhverfisvænir hönnuðir. „Alveg frá því ég var í náminu mínu úti hef ég verið heilluð af því að kanna möguleika á hráefnum og framleiðslumöguleikum hér á Íslandi með það í huga að minnka kolefnissporið og stuðla að meiri sjálfbærni. Það liggur beint við að vinna með ullina þar sem ég er prjónahönnuður. Ákveðnar vörur eru því alltaf framleiddar á Íslandi úr íslensku efni og þannig er ég að skapa tískuvöru og verðmæti úr því sem við eigum hér en það er líka áskorun því möguleikarnir eru takmarkaðir. Það er þó að mínu mati svo skemmtilegt þar sem mín reynsla er að neyðin kenni naktri konu að spinna,“ segir Magnea að lokum.
Helgarviðtal Tíska og hönnun Viðtal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Stærsta þorrablót landsins Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira