Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu.
Werner er sagður hafa fundað með Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, í útgöngubanninu en borga þarf 52 milljónir punda til þess að losa Werner undan samningi sínum við þýska orkudrykkjaliðið.
Jurgen Klopp and Timo Werner had a 'virtual meeting' and there is a 'strong chance' of transfer
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 25, 2020
Reports suggest https://t.co/H2KUC3Em0F pic.twitter.com/7VAtwwdTwG
Kórónuveiran hefur áhrif í Liverpool eins og á öðrum stöðum og samkvæmt erlendum fjölmiðlum eru Klopp og félagar tilbúnir að selja Xherdan Shaqiri, Harry Wilson og Marko Grujic til að geta keypt Werner.
Liverpool vonast til þess að fá um 27 milljónir punda fyrir Shaqiri og samanlagt 40 milljónir punda fyrir þá Wilson og Grujic sem eru nú á láni hjá Bournemouth og Herthu Berlín.
Liverpool are reportedly looking to sell three players in an attempt to raise funds to sign RB Leizpig star forward Timo Werner.
— Kick Off (@KickOffMagazine) May 24, 2020
Full story: https://t.co/4JEVsDSPyH pic.twitter.com/3CCJF5mNtH