Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 20:48 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Vísir/baldur Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira