„Við erum ekki að reyna að hafa lokað“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 15:47 Frá aðstöðunni við ylströndina í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin. Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ylströndin í Nauthólsvík er enn lokuð þó svo að takmörkunum á baðstöðum hafi verið aflétt að hluta. Á meðan sundlaugar voru opnaðar í síðustu viku var ekki hægt að fara í sturtuklefa ylstrandarinnar né að demba sér í pottinn eftir sjósund. Þótti það einkennilegt, sér í lagi í ljósi þess að samskonar pottur á Akranesi, sem kallast Guðlaug, var opinn. Frá borginni fengust þau svör að um tilmæli frá sóttvarnalækni væri að ræða og að aðstaðan við ströndina yrði líkast til opnuð á mánudeginum, sem rann upp í dag en ekkert varð af opnuninni. Svörin frá borginni voru á þá leið að nándin væri of mikil í sturtuklefunum og enginn klór í pottinum. Sem aftur, þótti einkennilegt í ljósi fyrrgreindra ástæðna. Óttar Hrafnkelsson, deildarstjóri ylstrandarinnar í Nauthólsvík, segir ástæðuna fyrir lokun baðstaðarins einfalda og ekki varða tilmæli sóttvarnalæknis. Málið snúist um það að hann hafi ekki starfsfólk til að standa vaktina. Á ylströndinni sé starfsfólkið ekki fastráðið heldur ráðið tímabundið til að sinna eftirliti og viðhaldi. Í mars var ylströndinni lokað vegna tilmæla sóttvarnalæknis og ekki fyrirséð hvenær hægt yrði að leyfa gestum hennar að nýta sér sturtuklefana og pottinn. Þegar sóttvarnalæknir tilkynnti 4. maí að hann hefði mælst til þess við heilbrigðisráðherra að sundlaugar mættu opna 18. maí, reyndist of skammur tími til að manna stöður í Nauthólsvíkinni. Aðstandendur hennar unnu út frá því að hægt yrði í fyrsta lagi að opna ströndina í kringum 15. júní, því hafi verið gerðir samningar við starfsfólk um að hefja störf í júní. Óttar segir að stefnt sé að opnun aðstöðunnar í Nauthólsvík fyrir helgi, verið sé að undirbúa starfsfólk til að taka þar til starfa, meðal annars þarf það að undirgangast skyndihjálparnámskeið. „Við erum ekki að reyna að hafa lokað,“ segir Óttar í samtali við Vísi. Þegar aðstaðan verður opnuð, vonandi fyrir helgina, þá taki sumaropnun gildi, sem þýðir að opið verður alla daga frá tíu á morgnanna til sjö á kvöldin.
Sundlaugar Heilsa Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira