Gamli Man. United maðurinn aðstoðar líklega gamla Liverpool manninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 15:00 Dirk Kuyt fagnar marki með Liverpool á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Alex Livesey Dirk Kuyt er sagður í hollenskum miðlum vera að taka við liði Feyenoord í sumar og yrði þetta hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri. Hann myndi þá fá sér til aðstoðar Svíann Henrik Larsson. Báðir eru þeir fyrrum leikmenn Feyenoord. Hollenska blaðið De Telegraaf hefur heimildir fyrir því að Feyenoord vilji fá nýjan mann í brúna í staðinn fyrir Dirk Advocaat. Advocaat er með samning út næsta tímabil en forráðamenn Feyenoord leita leiða til að færa Advocaat til í annað starf innan félagsins. Dirk Kuyt 'set to take charge at Feyenoord this summer with Henrik Larsson poised to be his assistant' https://t.co/sJ7Vpdv1zG— MailOnline Sport (@MailSport) May 26, 2020 Kuyt spilaði með Feyenoord í tveimur törnum, fyrst 2003 til 2006 og svo frá 2015 til 2017. Liverpool keypti hann frá Feyenoord í ágúst 2006. Henrik Larsson spilaði með Feyenoord frá 1993 til 1997. Henrik Larsson spilaði líka með Manchester United árið 2007 en er þekktari fyrir tíma sinn hjá Celtic og Barcelona. Dirk Kuyt er 39 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa snúið aftur til Feyenoord. Kuyt spilaði reyndar nokkra leiki með Quick Boys í lok 2017-18 tímabilsins en þar byrjaði hann einmitt feril sinn í boltanum. Kuyt var á þeim tíma aðstoðarþjálfari Quick Boys og félagið vantaði framherja í lok móts. Dirk Kuyt is reportedly set to take on the top job at his former club https://t.co/JXCX8jW66f pic.twitter.com/IOKfyv9Ahc— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 26, 2020 Henrik Larsson hefur mun meiri reynslu af því að stýra fótboltaliðum en Dirk Kuyt. Larsson hefur þjálfað lið í Svíþjóð, bæði sem þjálfari og sem aðstoðarþjálfari. Hann var síðast hjá Helsingborgs IF. Dirk Kuyt hefur unnið fyrir Feyenoord undanfarið og væri í raun að fá stöðuhækkun. Hann hefur verið þjálfari nítján ára liðs félagsins. Það má búast við því að sóknarleikur Feyenoord ætti að vera í fínu lagi undir stjórn þeirra Dirk Kuyt og Henrik Larsson sem voru báðir mjög öflugir sóknarmenn. Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Dirk Kuyt er sagður í hollenskum miðlum vera að taka við liði Feyenoord í sumar og yrði þetta hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri. Hann myndi þá fá sér til aðstoðar Svíann Henrik Larsson. Báðir eru þeir fyrrum leikmenn Feyenoord. Hollenska blaðið De Telegraaf hefur heimildir fyrir því að Feyenoord vilji fá nýjan mann í brúna í staðinn fyrir Dirk Advocaat. Advocaat er með samning út næsta tímabil en forráðamenn Feyenoord leita leiða til að færa Advocaat til í annað starf innan félagsins. Dirk Kuyt 'set to take charge at Feyenoord this summer with Henrik Larsson poised to be his assistant' https://t.co/sJ7Vpdv1zG— MailOnline Sport (@MailSport) May 26, 2020 Kuyt spilaði með Feyenoord í tveimur törnum, fyrst 2003 til 2006 og svo frá 2015 til 2017. Liverpool keypti hann frá Feyenoord í ágúst 2006. Henrik Larsson spilaði með Feyenoord frá 1993 til 1997. Henrik Larsson spilaði líka með Manchester United árið 2007 en er þekktari fyrir tíma sinn hjá Celtic og Barcelona. Dirk Kuyt er 39 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa snúið aftur til Feyenoord. Kuyt spilaði reyndar nokkra leiki með Quick Boys í lok 2017-18 tímabilsins en þar byrjaði hann einmitt feril sinn í boltanum. Kuyt var á þeim tíma aðstoðarþjálfari Quick Boys og félagið vantaði framherja í lok móts. Dirk Kuyt is reportedly set to take on the top job at his former club https://t.co/JXCX8jW66f pic.twitter.com/IOKfyv9Ahc— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 26, 2020 Henrik Larsson hefur mun meiri reynslu af því að stýra fótboltaliðum en Dirk Kuyt. Larsson hefur þjálfað lið í Svíþjóð, bæði sem þjálfari og sem aðstoðarþjálfari. Hann var síðast hjá Helsingborgs IF. Dirk Kuyt hefur unnið fyrir Feyenoord undanfarið og væri í raun að fá stöðuhækkun. Hann hefur verið þjálfari nítján ára liðs félagsins. Það má búast við því að sóknarleikur Feyenoord ætti að vera í fínu lagi undir stjórn þeirra Dirk Kuyt og Henrik Larsson sem voru báðir mjög öflugir sóknarmenn.
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira