Kerfi fyrir fólk en ekki fólk fyrir kerfi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 27. maí 2020 15:40 Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagsmál Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Kerfið á að vera hannað fyrir fólk. Þessi setning er mikilvæg áminning fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum. Þar tökum við ákvarðanir sem hafa víðtæk áhrif á fólk. Alls konar fólk með alls konar þarfir. Það er þetta með fjölbreyttar og ólíkar þarfir einstaklinga sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Þess vegna teljum við að börn eigi rétt á vali um fleiri en eina leið í gegnum skólakerfið. Sérstaklega erum við meðvituð um mikilvægi þess að börn með greiningar og hvers konar fötlun eigi rétt á að velja þá leið sem hentar hverju barni best. Það var einmitt þess vegna sem við í borgarstjórnarflokki Viðreisnar komum að því að gerður var samningur við Arnarskóla fyrir fjögur börn fyrir ári síðan. Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri, staðsettur í Kópavogi. Nú blasir við að hið meinta kerfi með sínum meintu borgarmörkum sé að gera okkur erfitt fyrir að samningurinn nái til fleiri barna, sem gætu notið sín í betur í Arnarskóla. Stóri hnífurinn í kúnni er að ósamið er við Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna til að koma að fjármögnun plássa fyrir reykvísk börn sem telja Arnarskóla geta mætt sínum þörfum best, líkt og Jöfnunarsjóður hefur samið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í pólitík til að láta þar við sitja. Ég er í pólitík til að finna leiðir til að losa kúnna frá þessum hníf og berjast fyrir hagsmunum barna. Það mun ég gera í þessu tiltekna máli. Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið. Kerfið á ekki að búa til tilgangslaus völundarhús og landamæri á kostnað velsæld barna. Við erum fámenn þjóð og því fylgir styrkur. Nýtum styrkinn í stað þess að leyfa kerfinu að bólgna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun