Ferðagjöf upp Ártúnsbrekku og allan hringinn Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 27. maí 2020 17:30 Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hugsum okkur ef Kringlan byði öllum viðskiptavinum verslunarmiðstöðvarinnar upp á 5000 kr.- gjafabréf sem fólk gæti nýtt á tilteknu tímabili. Mismunandi verslanir Kringlunnar væru samtímis með alls kyns tilboð sem hægt væri að nýta með gjafakortinu og ávinningur neytenda þannig aukinn. Hvort væri óhætt að ganga út frá því í framhaldinu að bílastæði Kringlunnar yrðu smekkfull eða galtóm? Það er viss mælikvarði á hagsæld ef til er fólk sem finnst það ekki taka því að innleysa fimm þúsund krónur. Þá væri enn betra ef slíkt fólk gæti rafrænt framvísað gjafabréfi sínu til þeirra sem vilja nota það. Ef hver og einn gæti þannig að hámarki framvísað 15 slíkum gjafabréfum í verslunum Kringlunnar, samtals að andvirði 75.000 krónur, þá væri verslunarferðin aldeilis til fjár. Nákvæmlega þetta er ríkisstjórnin að gera - með ferðagjöf til að efla mörg og mismunandi fyrirtæki sem þrífast undir hatti ferðaþjónustunnar. Tilgangurinn er að beina viðskiptum landans að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem blæðir um þessar mundir en ekki til að ríkisstyrkja ferðalög almennings upp í topp. Með ferðagjöfinni er almenningi einfaldlega treyst til að styðja þau fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fólkið sjálft kann að meta. Valfrelsi fólksins í landinu er leið stjórnvalda til að dreifa þessum fjármunum. Með því að láta neytendur á markaði hafa valið fer fjármagnið þangað sem fólkið vill vera og þar með til lífvænlegra fyrirtækja sem keppast við að setja saman tilboð til að auka ávinning neytenda af ferðagjöfinni. Aftur að fimm þúsund kallinum. Við hjónin fengum boð í sveitabrúðkaup í sumar og með því tilboð í hótelgistingu eina nótt með morgunverði fyrir tvo á 13.900 kr.- Við ætlum að nota ferðagjöf beggja og fáum þar með hótelgistinguna og morgunverðinn á 3900 kr.- Kaupgeta okkar eykst vegna ferðagjafarinnar og við höfum ríkari hvata til að nota aðra ferðaþjónustu, eins og baðlón á svæðinu, áður en heim er haldið. Þannig hagnast fleiri á heimsókn okkar en ella. Það þarf ekki að fara langt til að gjöfin komi að gagni. Hægt er að efla ferðaþjónustu í næsta nágrenni eða heimabyggð en ferðagjöfina má almennt nýta í samgöngur, gistingu, veitingar og afþreyingu um allt land. Komum andvirði ferðagjafarinnar í vinnu og verjum íslenska ferðaþjónustu. Í krafti fjöldans getum við stækkað ferðagjöfina og myndað iðandi ferðakeðju upp Ártúnsbrekku, hringinn í kringum landið og aftur heim. Eflum blómleg ferðaþjónustufyrirtæki sem við viljum að séu til staðar þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegt horf og byggjum upp innlenda eftirspurn í ferðaþjónustu í leiðinni. Við erum alltaf sterkari saman.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun