Vinna með hugarþjálfara gerði mikinn gæfumun fyrir Guðlaug Victor Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 23:00 Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Þetta hefur gert gífurlegan gæfumun fyrir mig,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur nýtt sér aðstoð hugarþjálfara til að ná betri árangri á vellinum og er hæstánægður með afraksturinn. Guðlaugur Victor hefur leikið vel með liði Darmstadt í þýsku 2. deildinni og er með liðinu í baráttu um að komast upp í efstu deild. Síðasta haust stimplaði hann sig inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins og spilaði fjóra síðustu leikina í undankeppni EM. Þessi 29 ára gamli leikmaður er því í flottum málum og þakkar það að hluta vinnu með hugarþjálfara: „Þetta getur verið allt frá því að tala um daginn og veginn eða að tala um allt sem við kemur fótboltanum. Við tölum saman tvisvar í viku og það eru alltaf mismunandi umræðuefni. Þetta hefur klárlega hjálpað mér með ákveðna hluti sem hafa verið að trufla mig í hausnum á mér, varðandi frammistöðu og bara allt sem að fylgir þessu, neikvætt og jákvætt. Maður fær ákveðin verkfæri til að vinna með hausinn á sér,“ sagði Guðlaugur Victor við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann kveðst ætla að vinna með hugarþjálfara út ferilinn: „Við erum með sömu rútínu viku eftir viku. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og fyrir mig hefur þetta gert gífurlegan gæfumun. Það var margt í gangi utan fótboltans sem að ég vil ekki fara út í í smáatriðum, en það helst mikið í hendur að líði manni vel í lífinu þá spilar maður betur. Það var margt í gangi plús það að ég var að skipta um lið og læra á nýja menningu og nýtt tungumál, ekki það að ég hafi ekki prófað það áður. Þetta var bara tími sem að ég ákvað að kýla á að prófa að vinna með einhverjum og ég sé ekki eftir því. Ég mun gera það þangað til ég legg skóna á hilluna, klárlega.“ Klippa: Sportið í dag - Guðlaugur Victor vinnur með hugarþjálfara Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39 Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00 Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Guðlaugur Victor í baráttu um sæti í efstu deild en Rúrik áfram í frystiklefanum Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn þegar lið hans Darmstadt vann 3-1 á útivelli gegn Erzgebirge Aue í þýsku 2. deildinni í fótbolta í kvöld. 26. maí 2020 18:39
Guðlaugur Victor leikmaður umferðarinnar Að mati Kicker var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður umferðarinnar í þýsku B-deildinni í fótbolta. 25. maí 2020 17:00
Mark og stoðsending frá Guðlaugi Victori í mikilvægum sigri Guðlaugur Victor Pálsson átti flottan leik fyrir Darmstadt sem vann 4-0 sigur á St. Pauli í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag en Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem gerði markalaust jafntefli við SSV Jahn Regensburg. 23. maí 2020 12:55