Boltinn byrjar að rúlla í ítölsku deildinni tuttugasta júní Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:34 Cristiano Ronaldo getur bráðum byrjað að spila fótbolta aftur. VÍSIR/GETTY Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30