Gönguleiðin inn í Reykjadal opnar á hvítasunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 23:17 Nýja brúin yfir Hengladalaá. Hveragerðisbær Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna. Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna.
Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira