Gönguleiðin inn í Reykjadal opnar á hvítasunnudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 23:17 Nýja brúin yfir Hengladalaá. Hveragerðisbær Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna. Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Gönguleiðin inn í Reykjadal verður opnuð á ný núna á sunnudaginn, á hvítasunnudag, 31. maí. Reykjadalur hefur verið lokaður síðan þann 15. apríl en svæðinu var lokað annars vegar af öryggisástæðum og hins vegar til þess að hlífa gróðri í dalnum. Afar vinsælt er bæði á meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna að ganga í Reykjadal en þar eru heitir hverir sem hægt er að baða sig í. Að því er segir í tilkynningu um opnunina á vef Hveragerðisbæjar hefur lokunartíminn verið nýttur til endurbóta á gönguleiðinni jafnframt sem sett hefur verið upp ný brú yfir Hengladalaá sem leysir af hólmi gömlu staurabrúna. „Göngustígurinn hefur tekið nokkrum breytingum og hefur hann nú verið færður frá hverunum í hlíðinni í dalnum en þar hafði skapast mikið hættuástand sem bregðast varð við. Brúin sem lögð hafði verið yfir hverinn hefur verið fjarlægð. Mikilvægt er að göngumenn taki tillit til aðstæðna, muni að verið er að fara um svæði þar sem hverir geta skapað hættu og verið hættulegir á mörgum stöðum. Ávallt skal fylgja merktum gönguleiðum,“ segir á vef Hveragerðisbæjar. Þar er því jafnframt beint til gesta að ganga snyrtilega um baðstaðinn og taka með sér sundföt og handklæði þegar svæðið er yfirgefið sem og annað rusl. Engin salerni eða ruslafötur séu við gönguleiðina eða baðstaðinn enda sé gert ráð fyrir því að það sem komi í dalinn fari allt þaðan aftur. „Vert er líka að minna á reglur útgefnar af sóttvarnalækni vegna Covid og að almenn skynsemi sé höfð í fyrirrúmi sem og ábendingar um fjarlægðir milli manna. Enn og aftur er gott að muna að ekki er heimilt að tjalda í Reykjadal. Áfram verður unnið að endurbótum á gönguleiðinni á vegum starfshóps um uppbyggingu í Reykjadal. Jafnframt er rétt að geta þess að landvörður á vegum Umhverfisstofnunar verður að störfum í Reykjadal í sumar gestum til halds og traust og ekki síður til leiðbeiningar um almenna umgengni,“ segir á vef Hveragerðisbæjar en Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, skrifar undir tilkynninguna.
Hveragerði Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira