Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 08:16 AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira